Starfsmennt fræðslusetur

  • Nauthólsvegur, 101 Reykjavík, Ísland

Við bjóðum fjölbreytt úrval náms, bæði styttri námskeið og lengri námsleiðir, sem efla starfshæfni og nýtast í lífi og starfi. Námið er allt skipulagt þannig að hægt sé að stunda það samhliða starfi. 

Við skiptum náminu hjá okkur í flokka eftir því hverjir geta sótt það. 

 

Allt nám er öllum aðildarfélögum okkar opið endurgjaldslaust en öðrum er bent á endurgreiðslur stéttarfélaga. 

Starfsmennt fræðslusetur
09/03/2018
Fullt starf
Fræðslusetrið Starfsmennt auglýsir eftir verkefnastjóra til að sinna verkefnum á sviði fræðslu og ráðgjafar um starfsþróun. Verkefnin snúa m.a. að þarfagreiningum, fræðslu, gerð námslýsinga, þróun náms, utanumhaldi með námi og ráðgjöf á sviði mannauðsstjórnunar. Leitað er að fjölhæfum starfsmanni sem í senn er skapandi og skipulagður. Menntunar- og hæfnikröfur Menntun á sviði kennslu, ráðgjafar, upplýsingatækni, mannauðsstjórnunar eða önnur menntun sem nýtist í starfi Þekking á fullorðinsfræðslu og vinnumarkaði Greiningarhæfni, lausnamiðuð hugsun og vönduð vinnubrögð Mjög góð tölvukunnátta og færni í vefvinnslu Mjög góð þekking á notkun upplýsingatækni til kennslu Þjónustulipurð, sveigjanleiki og góð samskiptahæfni   Starfssvið: Greining fræðsluþarfa Gerð námslýsinga og námsskráa Þróun kennslu í fullorðinsfræðslu m.a. með rafrænum miðlum Ráðgjöf og fræðsla til starfsmanna og stofnana   Um Starfsmennt Fræðslusetrið Starfsmennt er samstarfsvettvangur fjármála- og efnahagsráðuneytis og stéttarfélaga innan BSRB um fræðslu, ráðgjöf og starfsþróun opinberra starfsmanna. Setrið þróar og heldur utan um starfstengt nám og veitir mannauðsráðgjöf til stofnana. Sjá nánar á www.smennt.is . Óskað er eftir ferilskrá ásamt einnar blaðsíðu kynningarbréfi þar sem á skipulegan hátt er gerð grein fyrir reynslu viðkomandi af helstu verkefnum sem tengjast starfinu.   Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu hafa gert.   Umsjón með starfinu hefur Lind hjá FAST ráðningum, lind@fastradningar.is og í síma 552-1606 Umsóknarfrestur til og með 2. apríl 2018