Samskip

  • Iceland
Samskip eru kraftmikill og líflegur vinnustaður. Hjá Samskipum á Íslandi starfa um 500 starfsmenn í fjölbreyttum störfum. 

Við leggjum áherslu á jákvæð og góð samskipti og við berum virðingu fyrir störfum hvers annars. Það er okkur mikilvægt að búnaður á starfsstöðvum okkar sé til fyrirmyndar.  Lögð er áhersla á að viðhalda og bæta við þekkingu og hæfni starfsfólks með markvissri endurgjöf, fræðslu og starfsþróun.

Mannauðsstefna
Góður starfsandi er okkur mikilvægur. Jákvætt viðhorf starfsfólks eykur starfsánægju og gleði á vinnustaðnum. Við leggjum áherslu á jákvæð og uppbyggjandi samskipti.

Starfsumhverfi
Snyrtilegt, hvetjandi og líflegt starfsumhverfi er okkur mikilvægt. Samskip kappkosta að hafa starfsaðstöðu til fyrirmyndar.  Við teljum mjög mikilvægt að okkur líði vel í vinnunni.

Gildin
Við leggjum áherslu á að starfsfólkið okkar hafi gildi félagsins að leiðarljósi í sínum störfum. Gildin okkar eru:
  • Frumkvæði
  • Samheldni
  • Þekking
Ástundun og framkoma
Við sýnum hvert öðru og viðskiptavinum virðingu með hegðun, framkomu og snyrtilegu yfirbragði. Við erum stundvís og áreiðanleg og sinnum störfum okkar á umsömdum vinnutíma.

Hvatning
Árlega fara fram frammistöðusamtöl starfsfólks og stjórnenda. Frammistöðusamtöl tryggja virka endurgjöf, skilgreina markmið einstakra starfa og styðja við starfsþróun. Samtölin hafa umbætur að leiðarljósi og eru mikilvægur þáttur í starfseminni. Reglulegar vinnustaðagreiningar gefa okkur ábendingar um hver staðan er hverju sinni. Niðurstöður eru okkur hvatning,  ásamt því að vera vegvísir að umbótastarfi.

Fræðsla og starfsþróun
Starfsfólki bjóðast fjölbreyttir möguleikar til fræðslu og starfsþróunar. Við leggjum áherslu á kröftugt fræðslustarf sem nær til alls starfsfólks. Boðið er uppá markvissa og fjölbreytta þjálfun bæði fyrir hópa og einstaklinga. Við leggjum áherslu á að efla hæfni og fagmennsku starfsmanna með því að fjárfesta stöðugt í fræðslu og þjálfun. Starfsþróun er sameiginlegt verkefni starfsmanna og Samskipa.
Jafnræði

Starfsfólk er metið á eigin forsendum og jafnræðis er gætt í hvívetna. Einelti og kynferðisleg áreitni er ekki liðin. Starfsfólk er hvatt til að gæta jafnvægis milli vinnu og einkalífs.

Ráðningar
Hæfni og fagþekking einstaklinga er höfð að leiðarljósi í ráðningum og jafnræðis gætt. Samskip leggja áherslu á markvissa móttöku nýliða samhliða fræðslu og þjálfun.

Öryggi og heilsa
Við setjum öryggismálin í forgang, sameiginlega berum við ábyrgð á að farið sé eftir ítrustu öryggiskröfum. Vinnuumhverfið okkar fullnægir ávallt kröfum um vinnuvernd, góðan aðbúnað og öruggt starfsumhverfi. Starfsfólk er hvatt til að huga að heilsunni og styðja Samskip við það með reglubundnum heilsufarsskoðunum og margvíslegum heilsufarstengdum áherslum. Samskip eru reyk- og vímuefnalaus vinnustaður.