Samskip

  • Iceland
Samskip eru kraftmikill og líflegur vinnustaður. Hjá Samskipum á Íslandi starfa um 500 starfsmenn í fjölbreyttum störfum. 

Við leggjum áherslu á jákvæð og góð samskipti og við berum virðingu fyrir störfum hvers annars. Það er okkur mikilvægt að búnaður á starfsstöðvum okkar sé til fyrirmyndar.  Lögð er áhersla á að viðhalda og bæta við þekkingu og hæfni starfsfólks með markvissri endurgjöf, fræðslu og starfsþróun.

Mannauðsstefna
Góður starfsandi er okkur mikilvægur. Jákvætt viðhorf starfsfólks eykur starfsánægju og gleði á vinnustaðnum. Við leggjum áherslu á jákvæð og uppbyggjandi samskipti.

Starfsumhverfi
Snyrtilegt, hvetjandi og líflegt starfsumhverfi er okkur mikilvægt. Samskip kappkosta að hafa starfsaðstöðu til fyrirmyndar.  Við teljum mjög mikilvægt að okkur líði vel í vinnunni.

Gildin
Við leggjum áherslu á að starfsfólkið okkar hafi gildi félagsins að leiðarljósi í sínum störfum. Gildin okkar eru:
  • Frumkvæði
  • Samheldni
  • Þekking
Ástundun og framkoma
Við sýnum hvert öðru og viðskiptavinum virðingu með hegðun, framkomu og snyrtilegu yfirbragði. Við erum stundvís og áreiðanleg og sinnum störfum okkar á umsömdum vinnutíma.

Hvatning
Árlega fara fram frammistöðusamtöl starfsfólks og stjórnenda. Frammistöðusamtöl tryggja virka endurgjöf, skilgreina markmið einstakra starfa og styðja við starfsþróun. Samtölin hafa umbætur að leiðarljósi og eru mikilvægur þáttur í starfseminni. Reglulegar vinnustaðagreiningar gefa okkur ábendingar um hver staðan er hverju sinni. Niðurstöður eru okkur hvatning,  ásamt því að vera vegvísir að umbótastarfi.

Fræðsla og starfsþróun
Starfsfólki bjóðast fjölbreyttir möguleikar til fræðslu og starfsþróunar. Við leggjum áherslu á kröftugt fræðslustarf sem nær til alls starfsfólks. Boðið er uppá markvissa og fjölbreytta þjálfun bæði fyrir hópa og einstaklinga. Við leggjum áherslu á að efla hæfni og fagmennsku starfsmanna með því að fjárfesta stöðugt í fræðslu og þjálfun. Starfsþróun er sameiginlegt verkefni starfsmanna og Samskipa.
Jafnræði

Starfsfólk er metið á eigin forsendum og jafnræðis er gætt í hvívetna. Einelti og kynferðisleg áreitni er ekki liðin. Starfsfólk er hvatt til að gæta jafnvægis milli vinnu og einkalífs.

Ráðningar
Hæfni og fagþekking einstaklinga er höfð að leiðarljósi í ráðningum og jafnræðis gætt. Samskip leggja áherslu á markvissa móttöku nýliða samhliða fræðslu og þjálfun.

Öryggi og heilsa
Við setjum öryggismálin í forgang, sameiginlega berum við ábyrgð á að farið sé eftir ítrustu öryggiskröfum. Vinnuumhverfið okkar fullnægir ávallt kröfum um vinnuvernd, góðan aðbúnað og öruggt starfsumhverfi. Starfsfólk er hvatt til að huga að heilsunni og styðja Samskip við það með reglubundnum heilsufarsskoðunum og margvíslegum heilsufarstengdum áherslum. Samskip eru reyk- og vímuefnalaus vinnustaður.
Samskip
16/02/2018
Fullt starf
Óskum eftir að ráða öflugan starfsmann sem fyrst í tekjuskráningu útflutningsdeildar Starfssvið • Almenn skráning í flutningakerfi fyrirtækisins • Tekjuskráning vegna flutnings og þjónustu • Frágangur farmbréfa og annarra pappíra • Samskipti við tollembætti, viðskiptavini og samstarfsaðila Hæfnikröfur • Háskólamenntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi • Gott vald á ensku og íslensku í ræðu og riti • Góð almenn tölvukunnátta • Heiðarleiki og hæfni í mannlegum samskiptum Umsækjendur eru beðnir um að skila inn ferilskrá ásamt greinargóðu kynningarbréfi. Sótt er um starfið á vef Samskipa, www.samskip.is. Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar nk.
Samskip Samskip, Kjalarvogur, Reykjavík, Ísland
02/02/2018
Sumarstarf
Við leitum af dugmiklu starfsfólki  til þess að starfa í vöruhúsum okkar í sumar.  Starfsmenn í vöruhúsi verða að hafa ríka þjónustulund, sterka öryggisvitund og ökuréttindi. Starfsmenn munu   hafa kost á því að  sitja vinnuvélanámskeið í byrjun sumars.   Helstu verkefni: Móttaka og afgreiðsla á vörum Tiltekt og afgreiðsla pantana Önnur tilfallandi störf sem tilheyra í stóru vöruhúsi Hæfniskröfur: Bílpróf er skilyrði og lyftarapróf er kostur Aldur 18+ Hreint sakavottorð Rík þjónustulund og sterk öryggisvitund Stundvísi, reglusemi og snyrtimennska Góð samskiptahæfni og framkoma S tarfsmenn Samskipa þurfa að hafa metnað til að takast á við krefjandi verkefni og ná framúrskarandi árangri  Ó skað er eftir að ferilskrá fylgi umsókn. Mikilvægt er að sumarstarfsmenn séu tilbúnir að vinna samfellt í 10 vikur. Umsóknarfrestur  8 .apríl
Samskip Samskip, Kjalarvogur, Reykjavík, Ísland
02/02/2018
Sumarstarf
Við leitum af ábyrg u fólki til þess að sinna fjölbreyttum störfum á gámavelli í sumar.   Störfin eru í frystivörugeymslu, á bílavelli og í skipaafgreiðslu   Helstu verkefni Losun og lestun skipa Meðhöndlun gáma Móttaka og afgreiðsla á vörum í frystivörugeymslu Tiltekt og afgreiðsla pantana í frystivörugeymslu Losun bíla úr gámum Sjónskoðun og umsýsla bíla H æfnikröfur Krafa gerð um bílpróf, lyftararéttindi kostur Aldur 18+ Hreint sakavottorð Árvekni   og sterk öryggisvitund Stundvísi  og   reglusemi Ó skað er eftir að ferilskrá fylgi umsókn. Mikilvægt er að sumarstarfsmenn séu tilbúnir að vinna samfellt í 10 vikur. Umsóknarfrestur   8 .apríl
Samskip Samskip, Kjalarvogur, Reykjavík, Ísland
02/02/2018
Sumarstarf
Við leitum af ábyrgum og traustum bílstjórum   í akstur og dreifingu vöru innan höfuðborgarsvæðisins sem og um landsbyggðina  í sumar. Helstu verkefni Dreifing og afhending pantana Samskipti við viðskiptavini Önnur tilfallandi störf sem tilheyra dreifingu ADR réttindi eru kostur Hæfnikröfur Aldur 18+ Hreint sakavottorð Rík þjónustulund og sterka öryggisvitund Stundvísi, reglusemi og snyrtimennska Góð samskiptahæfni og framkoma Samviskusemi og jákvæðni Bílpróf og lyftarapróf kostur Starfsmenn Samskipa þurfa að hafa metnað til að takast á við krefjandi verkefni og ná framúrskarandi árangri Ó skað er eftir að ferilskrá fylgi umsókn   ásamt afriti af réttindum . Mikilvægt er að sumarstarfsmenn séu tilbúnir að vinna samfellt í 10 vikur. Umsóknarfrestur  8 .apríl   nk.
Samskip Samskip, Kjalarvogur, Reykjavík, Ísland
02/02/2018
Sumarstarf
Við leitum af áhugasömum starfsmönnum á skrifstofur okkar í Kjalarvogi.   Æskilegt  er   að umsækjandi sé með að lágmarki stúdentspróf og / eða stundi nám á háskólastigi   Hæfnikröfu r Gott tölvulæsi og færni í excel Lipurð í mannlegum samskiptum og jákvæðni Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð Rík þjónustulund og færni til að vinna eftir þjónustustöðlum Starfsmenn Samskipa þurfa að hafa metnað til að takast á við krefjandi verkefni og ná framúrskarandi árangri   Ó skað er eftir að ferilskrá fylgi umsókn. Mikilvægt er að sumarstarfsmenn séu tilbúnir að vinna samfellt í 10 vikur. Umsóknarfrestur   er til  9.apríl