Green Higlander ehf


Eleven Experience er alþjóðlegt ferðaþjónustufyrirtæki sem leitast við það að veita einstaka og persónulega þjónustu til viðskiptavina sinna.  Eleven býður upp á lúxus gistingu á heimsmælikvarða og skipuleggur ógleymanlegar ævintýraferðir og upplifanir sérsniðnar að óskum hvers og eins.
 
Eleven Experience hóf rekstur á jörðinni Deplum í Skagafirði í apríl 2016. Deplar er gamalt bóndabýli sem búið er að breyta í lúxus gistiaðstöðu með 13 svítum. Á Deplum er fullbúið eldhús, tveir barir, heilsulind o.fl. Eleven Experience á Íslandi leitar nú af starfsmönnum fyrir Depla. Um er að ræða spennandi og krefjandi störf með mikla möguleika og tækifæri fyrir réttu manneskjurnar.