Eir Hjúkrunarheimili

  • Rvk og nágrenni , Iceland
Eir hjúkrunarheimili í Grafarvogi tók til starfa árið 1993, en undirbúningur hafði staðið frá árinu 1990. Eir tryggir umfangsmikla og fjölbreytta starfsemi fyrir lasburða eldri borgara og er meðal stærstu hjúkrunarheimila landsins með samtals 185 pláss. Unnt er að bjóða sérlausnir fyrir ýmsa hópa svo sem aðstöðu fyrir blinda og sjónskerta hjúkrunarsjúklinga, einstaklinga með heilabilun á öllum stigum svo sem dagdeildir, sambýli, heimilisdeildir auk mikilvægrar starfsemi á móttökudeild Eirar þar sem einstaklingar koma til brotaendurhæfingar og skammtímavistunar.
Í tengslum við Eir eru reknar tæplega 200 öryggisíbúðir á tveimur stöðum í Grafarvogi, Eirarhúsum og Eirborgum og einum stað í Mosfellsbæ á Eirhömrum. Einstaklingar sem sækjast eftir að komast í öryggisíbúð eiga það sameiginlegt að vilja tryggja öryggi sitt í góðu umhverfi, þar sem, til staðar er fagþjónusta og úrræði sem þeir eru í þörf fyrir og eiga rétt á hverju sinni. Með þessu er leitast við að gera aðilum kleift að búa á sínu heimili sem allra lengst.
Eir Hjúkrunarheimili
16/03/2018
Fullt starf / hlutastarf
Hamrar hjúkrunarheimili Laus er staða aðstoðardeildarstjóra á Hömrum í Mosfellsbæ Getum einnig bætt við okkur hjúkrunarfræðingum í fastar stöður og sumarafleysingar. Vinnutími og starfshlutfall eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar veita: Kristín Högnadóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar kristinh@eir.is Edda Björk Arnardóttir mannauðsstjóri edda@eir.is í síma 522 5700
Eir Hjúkrunarheimili
28/02/2018
Fullt starf / hlutastarf
Eir, Skjól og Hamrar – hjúkrunarheimili Okkur vantar hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, félagsliða og starfsfólk í umönnun. Starfshlutfall eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar veita: Kristín Högnadóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar 522 5700 og Guðný H. Guðmundsdóttir forstöðumaður hjúkrunar 522 5600. Umsóknir sendist á netfangið skrifstofa@eir.is