Intellecta

Til þess að leysa erfiðustu vandamálin þurfum við besta fólkið
Við vinnum markvisst að því að skapa virðisauka fyrir viðskiptavini okkar. Ráðgjöf okkar og vinna er þeirra ávinningur
Þrátt fyrir að sannleikurinn geti verið sár, þá er það hlutverk okkar að koma honum til viðskiptavina 

Intellecta Skógar, Ísland
16/02/2018
Fullt starf
Safnstjórn Byggðasafns Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga óskar eftir að ráða forstöðumann. Leitað er að öflugum aðila sem getur leitt starfsemi safnsins og þróað það enn frekar. Safnið er fjárhagslega og faglega sjálfstæð stofnun undir stjórn forstöðumanns. Um er að ræða fullt starf og þarf forstöðumaður að búa á svæðinu. Upplýsingar um fyrirtækið Byggðasafn Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga,  Skógasafn ,  var stofnað 1. desember 1949. Hlutverk safnsins er söfnun, varðveisla og sýning á menningarminjum úr sýslunum tveimur og varpa þannig ljósi á líf og starf íbúa þeirra. Megin hlutverk safnsins er að kynna íslenskan menningararf með sýningarhaldi. Skógasafni tilheyrir Byggðasafn með 4 deildum, umfangsmikið Húsasafn á stóru útisýningarsvæði og Samgöngusafn ásamt minjagripaverslun og veitingastað. Héraðsskjalasafn er einnig í umsjá Skógasafns. Gestafjöldi 2017 var um 75.000. Nánari upplýsingar um starfsemi safnsins má finna á www.skogasafn.is Helstu verkefni Daglegur rekstur Skógasafns Áætlanagerð fyrir rekstur og innkaup Umsjón með starfsmannamálum Skipulagning markaðs- og kynningarstarfs Samningagerð við birgja, verktaka og þjónustuaðila Umsjón með skipulagningu framkvæmda og viðhaldsverkefna Umsjón með Héraðsskjalasafni Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga Menntunar- og hæfniskröfur Háskólamenntun sem nýtist í starfi er æskileg Árangursrík starfsreynsla af stjórnun, rekstri og markaðsstarfi er mikilvæg Þekking á safnastarfi er æskileg Góðir samskiptahæfileikar eru mikilvægir Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði Góð kunnátta í íslensku og ensku er mikilvæg Kunnátta í Norðurlandamáli og þýsku er kostur Staðarþekking er æskileg Aðrar upplýsingar Nánari upplýsingar um starfið veita Ari Eyberg (ari@intellecta.is) og Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is), í síma 511-1225. Umsóknarfrestur er til og með 5. mars 2018. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.
Intellecta
09/02/2018
Fullt starf
RARIK ohf. er hlutafélag í eigu ríkisins með meginstarfsemi í dreifingu á raforku auk þess að reka fimm hitaveitur. Starfsmenn RARIK eru um 200, aðalskrifstofa er í Reykjavík og um 20 starfsstöðvar eru dreifðar vítt og breitt um landið. RARIK hefur á undanförnum áratugum unnið jafnt og þétt að uppbyggingu rafdreifikerfisins og er nú svo komið að um 60% þess er jarðstrengir. Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á heimasíðu þess www.rarik.is Helstu verkefni Utanumhald með sölumælum RARIK Umsjón með sendingum til og frá mælalager Vinna við skráningar í tengslum við mælasafn Þátttaka í rekstri mælasafns Vinna við fjarálestrakerfi RARIK Dagleg samskipti við mælaumsjónarmenn Menntunar- og hæfniskröfur Menntun á sviði rafiðnaðar Reynsla af tölvuvinnu Nákvæm vinnubrögð Geta til að vinna sjálfstætt Aðrar upplýsingar Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um. Nánari upplýsingar veita Bylgja Björk Pálsdóttir (bylgja@intellecta.is) og Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is) í síma 511 1225. Umsóknarfrestur er til og með 26. febrúar 2018.   Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.