Um fyrirtækið

Nánar um fyrirtækið

Kópavogsbær
Ísland


Lýsing fyrirtækis:

Starfsmannastefna Kópavogsbæjar nær til allra þeirra sem ráðnir eru í þjónustu Kópavogsbæjar.

Í starfsmannastefnu bæjarins má finna lýsingu á þeim almennu kröfum sem gerðar eru til starfsmanna svo hægt sé að veita megi íbúum Kópavogs eins góða þjónustu og mögulegt er.
Starfsmannastefnan á að tryggja starfsmönnum starfskilyrði og möguleika á að vaxa og dafna í starfi. Leitast skal við að skapa starfsmönnum aðstæður til að samræma starf og fjölskyldulíf.
 • Um réttindi og starfskjör
  Um starfskjör, réttindi og skyldur starfsmanna bæjarins er farið eftir lögum, ákvæðum kjarasamninga og/eða ráðningarsamninga, sbr. 57. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 og VI. kafla samþykktar um stjórn Kópavogsbæjar.
  Starfsmannastefna þessi nær einnig til þeirra starfsmanna Kópavogsbæjar, sem eru í stéttarfélögum, sem gera kjarasamninga á grundvelli laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur.
 • Markmið
  • að ráða hæft, áhugasamt og traust starfsfólk og hjálpa því til að vaxa og dafna í starfi.
  • að tryggja góða vinnuaðstöðu fyrir starfsmenn, þar sem aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustað eru í sem bestu horfi.
  • að jákvætt viðmót, gagnkvæm virðing og traust ríki milli starfsmanna. Sama gildir um samskipti starfsmanna og kjörinna fulltrúa.
  • að starfsfólk eigi kost á fræðslu og endurmenntun, sem eykur þekkingu þess í starfi.
  • að auðvelda starfsmönnum að samræma fjölskylduábyrgð og starf.
  • að markmið bæjarstjórnar séu starfsmönnum ávallt ljós og að þeir séu vel upplýstir um verkefni sín og skyldur og það stjórnkerfi sem þeir eru hluti af.
  • að treysta góð samskipti starfsmanna Kópavogsbæjar og bæjarbúa.


Störf hjá Kópavogsbær
..::: Vista starfs tilkynningu :::...
Röðun
Fjöldi starfa á síðu
Við leitum að verkefnastjóra sem hefur brennandi áhuga á velferðarmálum, er skipulagður, drífandi og hugsar í lausnum. Helstu verkefni verkefnastjóra • Þátttaka í stefnumótun og verkefnastjórnun við undirbúning, skipulagningu og innleiðingu á nýjum verkefnum eða...