Kópavogsbær

 • Rvk og nágrenni , Iceland
Starfsmannastefna Kópavogsbæjar nær til allra þeirra sem ráðnir eru í þjónustu Kópavogsbæjar.

Í starfsmannastefnu bæjarins má finna lýsingu á þeim almennu kröfum sem gerðar eru til starfsmanna svo hægt sé að veita megi íbúum Kópavogs eins góða þjónustu og mögulegt er.
Starfsmannastefnan á að tryggja starfsmönnum starfskilyrði og möguleika á að vaxa og dafna í starfi. Leitast skal við að skapa starfsmönnum aðstæður til að samræma starf og fjölskyldulíf.
 • Um réttindi og starfskjör
  Um starfskjör, réttindi og skyldur starfsmanna bæjarins er farið eftir lögum, ákvæðum kjarasamninga og/eða ráðningarsamninga, sbr. 57. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 og VI. kafla samþykktar um stjórn Kópavogsbæjar.
  Starfsmannastefna þessi nær einnig til þeirra starfsmanna Kópavogsbæjar, sem eru í stéttarfélögum, sem gera kjarasamninga á grundvelli laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur.
 • Markmið
  • að ráða hæft, áhugasamt og traust starfsfólk og hjálpa því til að vaxa og dafna í starfi.
  • að tryggja góða vinnuaðstöðu fyrir starfsmenn, þar sem aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustað eru í sem bestu horfi.
  • að jákvætt viðmót, gagnkvæm virðing og traust ríki milli starfsmanna. Sama gildir um samskipti starfsmanna og kjörinna fulltrúa.
  • að starfsfólk eigi kost á fræðslu og endurmenntun, sem eykur þekkingu þess í starfi.
  • að auðvelda starfsmönnum að samræma fjölskylduábyrgð og starf.
  • að markmið bæjarstjórnar séu starfsmönnum ávallt ljós og að þeir séu vel upplýstir um verkefni sín og skyldur og það stjórnkerfi sem þeir eru hluti af.
  • að treysta góð samskipti starfsmanna Kópavogsbæjar og bæjarbúa.
Kópavogsbær Kópavogur, Ísland
16/02/2018
Fullt starf / hlutastarf
Leikskólar · Aðstoð í eldhúsi í Baugi · Deildarstjóri í Austurkór · Deildarstjóri í Sólhvörfum · Leikskólakennari/leiðbeinandi í Austurkór · Leikskólakennari/Þroskaþjálfi í Læk · Leikskólasérkennari/þroskaþjálfi í Austurkór · Starfsmaður í skilastöðu á Núp Grunnskólar · Bókasafns- og upplýsingafræðingur -Hörðuvallaskóli · Forfallakennari í Kársnesskóla · Frístundaleiðbeinendur í dægradvöl Vatnsendaskóli · Íþróttakennari í Álfhólsskóla Velferðarsvið · Starfsmaður í íbúðarkjarna í Kópavogi · Starfsmenn óskast í íbúðakjarna fyrir fatlað fólk Annað · Skipulagsfræðingur á skipulags- og byggingardeild · Starfsmaður hjá Sundlaug Kópavogs - Karl · Verkefnastjóri á framkvæmdadeild Eingöngu er hægt að sækja um störfin rafrænt áheimasíðu Kópavogsbæjar, www.kopavogur.is, þar sem jafnframt má finna fleiri störf og nánariupplýsingar
Kópavogsbær
16/02/2018
Fullt starf
Kópavogsbær auglýsir laust til umsóknar starf verkefnastjóra á framkvæmdardeild Kópavogs. Framkvæmdadeild annast allan undirbúning og framkvæmdir við nýjar götur, endurgerð eldri gatna, veitur og húsbyggingar, svo sem skóla, leikskóla og íþróttamannvirki í eigu Kópavogsbæjar. Helstu verkefni verkefnastjóra á framkvæmdadeild snúa að undirbúningi framkvæmda, þarfagreiningu, hönnun, útboðum og samskiptum við verktaka og eftirliti. Einnig skal hann veita ráðgjöf um efisval og búnaðarkaup við framkvæmdir. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf í góðu starfsumhverfi hjá framsæknu sveitarfélagi sem er í mikilli uppbyggingu. Starfið býður upp á mikla möguleika og fjölbreytni fyrir öfluga verk- eða tæknifræðinga. Menntunar- og hæfniskröfur   Háskólapróf í verk- eða tæknifræði Reynsla og þekking af verkefnastjórnun Reynsla af hönnunarstjórnun bygginga, gatna og veitna æskileg IPMA vottun æskileg Góð tölvukunnátta skilyrði  Góðir samskiptahæfileikrar nauðsynlegir Gott vald á íslensku rituðu og töluðu og hæfni til að tjá sig.  Þekking á skjalavistunarkerfi æskileg Frekari upplýsingar Laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi háskólafélags. Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar 2018. Upplýsingar veitir Stefán Lofur Stefánsson, deildarstjóri framkvæmdardeildar, í síma 441-0000 eða í tölvupósti stefan@kopavogur.is Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is
Kópavogsbær
16/02/2018
Fullt starf
Kópavogsbær auglýsir laust til umsóknar starf skipulagsfræðings á skipulags- og byggingardeild Umhverfissviðs. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf í góðu starfsumhverfi hjá metnaðarfullu sveitarfélagi sem er í mikilli uppbyggingu. Helstu verkefni Vinnur að stefnumótun, þróun og gerð hverfisáætlana/hverfisskipulags. Annast upplýsingagjöf til íbúa og annarra hagsmunaaðila um áætlanir og skipulag. Undirbýr og annast hverfafundi. Annast samskipti við önnur sveitafélög er varðar hverfisáætlanir. Annast húsakönnum og skráningu gagna um eldri hús í hverfum bæjarins. Hefur umsjón með íbúakönnun og skráningu gagna í tengslum við hverfisáætlanir Menntunar- og hæfniskröfur Háskólapróf í skipulagsfræði eða önnur sambærileg menntun sbr. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Góð tölvufærni Reynsla í opinberri stjórnsýslu æskileg. Reynsla af verkefnastjórnun æskileg. Góð hæfni í mannlegum samskiptum og skipulagsfærni. Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. Frekari upplýsingar Laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi háskólafélags. Umsóknarfrestur er til og með 3. mars 2018. Upplýsingar veitir Birgir Hlynur Sigurðsson, skipulagsstjóri, í síma 441-0000 eða í tölvupósti birgir@kopavogur.is Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar   www.kopavogur.is
Kópavogsbær
09/02/2018
Fullt starf / hlutastarf
Skemmtileg sumarstörf fyrir 18 ára og eldri Við leitum að fólki í afleysingar við sundlaugarnar, leikskólana, vinnuskóla, garðrækt, umönnun fatlaðra, á bæjarskrifstofurnar, í upplýsingatæknideild bæjarins og fleiri skemmtileg störf. Umsóknartímabil er frá 9. febrúar til 18. mars. Sæktu um á vef Kópavogsbæjar, kopavogur.is. Þar færðu líka nánari upplýsingar um störfin sem eru í boði. Hlökkum til að sjá þig í sumar!