Velferðarráðuneytið

  • Iceland
Velferðarráðuneytið
16/03/2018
Fullt starf
Velferðarráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf lögfræðings á nýrri Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar. Markmið stofnunarinnar er að auka gæði og öryggi félagsþjónustu og barnaverndar með því að styrkja stjórnsýslu og eftirlit í málaflokknum. Stofnunin mun sinna stjórnsýslu- og eftirlitsverkefnum á sviði félagsþjónustu og barnaverndar og verður hún hluti af velferðarráðuneytinu sem sérstök ráðuneytisstofnun.  Leitað er að einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við krefjandi, áhugaverð og fjölbreytt verkefni í nýrri stofnun þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði. Starfið felst einkum í meðferð lögfræðilegra viðfangsefna sem tengjast málaflokkum stofnunarinnar, svo sem persónuvernd, túlkun laga- og reglugerða, stjórnsýsluverkefnum og verkefnum tengdum eftirliti. Viðkomandi mun einnig taka þátt í mótun innra starfs stofnunarinnar. Menntunar- og hæfniskröfur: • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði. • Hæfni í mannlegum samskiptum. • Skipulagshæfni. • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. • Samstarfshæfni. • Gott vald á íslensku í ræðu og riti.  • Góð kunnátta í ensku.  • Þekking á einu Norðurlandamáli æskileg.  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu æskileg. • Þekking og reynsla af málefnasviðum stofnunarinnar æskileg.  Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins og fjármála- og efnahagsráðherra. Ráðuneytið hvetur karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.  Upplýsingar veitir Sigríður Jónsdóttir, stjórnandi Gæða- og eftirlitsstofnunar í félagsþjónustu og barnavernd,  sigridur.jonsdottir@vel.is  eða í síma 545-8100.  Með umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá, starfsheiti og kynningarbréf með rökstuðningi um hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur fyrir starfið. Umsóknir skulu sendar til velferðarráðuneytisins, Skógarhlíð 6, 105 Reykjavík eða á netfangið  postur@vel.is  eigi síðar en  mánudaginn 9. apríl 2018 .  Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum.