Ríkisskattstjóri

  • Nauthólsvegur, 101 Reykjavík, Ísland

Embætti ríkisskattstjóra var stofnað 1. október 1962. Starfsmenn þess eru u.þ.b. 230 á átta starfsstöðvum. Ríkisskattstjóri hefur með höndum álagningu opinberra gjalda og annarra skatta og gjalda og annast skatteftirlit. Ríkisskattstjóri setur framkvæmdar- og starfsreglur ásamt leiðbeiningum og birtir eftir því sem efni standa til og þýðingu hefur. 

Ríkisskattstjóri
23/03/2018
Fullt starf
Starf sérfræðings hjá ársreikningaskrá ríkisskattstjóra er laust til umsóknar. Hlutverk ársreikningaskrár er móttaka og varsla ársreikninga. Gerðar eru úrtakskannanir og athuganir á ársreikningum, samstæðureikningum og skýrslum stjórna í því skyni að sannreyna að gögnin séu í samræmi við ársreikningalög. Helstu verkefni og ábyrgð Helstu verkefni eru yfirferð ársreikninga og mat á því hvort þeir uppfylli skilyrði laga um form og efni. Einnig aðstoð við eftirlit með fylgni við alþjóðlega reikningsskilastaðla, IFRS, og mat á stöðu félaga vegna lækkunar hlutafjár. Hæfnikröfur - Háskólapróf í viðskiptafræði - MS í reikningshaldi eða sambærileg sérhæfing á sviði endurskoðunar og reikningsskila æskileg - Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli - Öguð, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð  - Mjög góð samskiptahæfni  Frekari upplýsingar um starfið Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert. Umsóknir skulu fylltar út á rsk.is/starf eða á Starfatorgi. Ferilskrá sem inniheldur ítarlegar upplýsingar m.a. um menntun, fyrri störf, umsagnaraðila og annað er máli skiptir þarf að fylgja með svo umsókn teljist fullnægjandi.  Starfshlutfall er 100% Umsóknarfrestur er til og með  09.04.2018 Nánari upplýsingar veitir Inga Hanna Guðmundsdóttir -  inga.h.gudmundsdottir@rsk.is  - 442.1151 RSK skráasvið, ársreikningaskrá Laugavegur 166 150 Reykjavík