Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna

  • Turninn, Smáratorgi 3, Kópavogur, Rvk og nágrenni 201, Iceland
  • rannsokn.is
Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna er sjálfseignarstofnun og hóf starfsemi sína fyrsta apríl 1998. Hlutverk hennar er að sjá um klínískan hluta erfðafræðirannsókna Íslenskrar erfðagreiningar fyrir þá samstarfsaðila innan íslenska heilbrigðiskerfisins sem þess óska. Starfsmenn vinna í umboði ábyrgðaraðila einstakra rannsókna að söfnun lífsýna og upplýsinga um einkenni sjúkdóma, áhættuþætti, greiningu og meðferð.
 
Starfsemi Þjónustumiðstöðvar rannsóknaverkefna felst meðal annars í:
  • framkvæmd á klínískum hluta erfðafræðirannsókna,
  • að senda kynningarbréf til væntanlegra þátttakenda,
  • símtölum og viðtölum við þátttakendur,
  • að senda gögn eins og spurningalista til þátttakenda,
  • móttöku þátttakenda og blóðtöku,
  • frágangi sýna og gagna til rannsókna,
  • heimsóknum í heimahús og á stofnanir.