Héðinn

Héðinn hf. er þekkingarfyrirtæki í málmiðnaði og véltækni. Hjá fyrirtækinu starfa rennismiðir, vélfræðingar, tæknifræðingar, stálsmiðir, vélstjórar, verkfræðingar, skrifstofufólk, stjórnendur og aðrir sérhæfðir starfsmenn. Fyrirtækið var stofnað árið 1922.

Héðinn hf. annast m.a. Rolls-Royce Marine þjónustu við útgerðina og annast fjölbreytta málmsmíði. Fyrirtækið hefur sérþekkingu á smíði og endurnýjun fiskmjölsverksmiðja, jafnt til sjós sem lands.

Starfsemin skiptist í tæknideild, véladeild, renniverkstæði, stálsmíði og Rolls-Royce Marine þjónustu. Starfsstöðvar Héðins eru í Hafnarfirði, Noregi og á Grundartanga. Starfsmenn eru alls um 120.

Afar gott mötuneyti er í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Gjáhellu, svo og aðstaða til líkamsræktar.