Kælitækni

Kælitækni var stofnað árið 1962 og er því rúmlega fimmtugt. Kælitækni var upphaflega rekið sem þjónustufyrirtæki á sviði kæli-og frystitækni eða þar til 1997 að núverandi eigendur endurskipulögðu reksturinn og hófu sókn á miklu breiðari grundvelli. Viðskiptavinir Kælitækni spanna í dag breiðan hóp sem eru í raun allir sem þurfa á kælingu eða frystingu að halda. Gildir þá einu hvort um er að ræða lausnir í hraðfrysti eða ískerfum fyrir sjávarútveginn og fiskverkunarfyrirtæki, hraðkæla fyrir matvælavinnslur,  klakavélar, kæli og frystimublur fyrir hótel og veitingahús eða loftkælikerfi fyrir skrifstofur og tölvurými svo nokkuð sé nefnt. Þá hefur Kælitækni einnig hannað sérstök fiskþurrkunarkerfi fyrir fiskvinnslu með góðum árangri. Þess má einnig geta að Kælitækni hefur yfir 10 ára reynslu í krapakælingu og var meðal brautryðjenda í lausnum með krapa. 
Kælitækni
09/03/2018
Fullt starf
Kælitækni þjónusta óskar eftir að ráða vélfræðing rafvirkja, vélstjóra, vélvirkja eða mann með reynslu í faginu. Starfið felur í sér: Viðhald og uppsetningu véla og tækja tengd kæli- og frystibúnaði, auk annarra tilfallandi verkefna. Kælitækni þjónusta leitar eftir laghentum, duglegum og sveigjanlegum starfsmanni, með góða færni í mannlegum samskiptum. Upplýsingar gefur Vilhjálmur í s. 777-1901. Skriflegar umsóknir óskast sendar á  cooltech@cooltech.is fyrir 23. mars.  Fyllsta trúnaðar heitið.