Hafrannsóknastofnun

Hafrannsóknastofnun
Hafrannsóknastofnun
02/03/2018
Fullt starf
Breytingar á hafstraumum og sjávarhita við Ísland á undanförnum áratugum hafa haft áhrif á göngur og útbreiðslu margra fiskistofna. Þessi áhrif eru sérstaklega áberandi hjá uppsjávarfiskum og hefur m.a. haft veruleg áhrif á göngumynstur og útbreiðslu loðnu. Hafrannsóknastofnun auglýsir því eftir sérfræðingum í neðangreindar stöður. Um er að ræða fullt starf í öllum tilvikum með starfsstöð í Reykjavík og heyra stöðurnar undir sviðsstjóra uppsjávarlífríkis. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytisins og viðeigandi stéttarfélags. Sérfræðingur í uppsjávarfiskum Starfið felst m.a. í gerð rannsóknaáætlana, umsjón með rannsóknum, skipulagningu og þátttöku í rannsóknaleiðöngrum, úrvinnslu gagna og skrifum um niðurstöður. Unnið er að mestu í teymisvinnu en viðkomandi þarf einnig að geta unnið sjálfstætt við úrvinnslu og greiningu gagna sem og greinaskrif. Menntunar- og hæfniskröfur Umsækjandi skal hafa meistara eða doktorspróf í fiskifræði, líffræði eða skyldum greinum. Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu og reynslu í notkun bergmálsmæla og úrvinnslu bergmálsgagna sem nýtist við magnbundið mat á stofnstærð fiskistofna (fisheries acoustics). Þá þarf umsækjandi að hafa hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymisvinnu og færni í mannlegum samskiptum. Í umsókn skulu vera upplýsingar um menntun (afrit af prófskírteinum) og fyrri störf, ásamt nöfnum tveggja meðmælenda sem leita má til varðandi frekari upplýsingar. Sérfræðingur í bergmálstækni Starfið felst í þátttöku og úrvinnslu gagna í leiðöngrum sem og umsjón með viðhaldi og kvörðun bergmálsmæla sem notaðir eru til rannsókna á lífríki sjávar. Einnig skal starfsmaðurinn annast úrvinnslu gagna í landi, samantektir á niðurstöðum og skrifum. Í starfinu felst jafnframt að fylgjast vel með þróun í mælitækni og hugbúnaði og annast umsjón með nauðsynlegu viðhaldi mælitækja. Menntunar- og hæfniskröfur Háskólamenntun sem nýtist í starfi, Þá þarf umsækjandi að hafa hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymisvinnu og færni í mannlegum samskiptum. Reynsla í notkun bergmálsmæla er mikill kostur. Í umsókn skulu vera upplýsingar um menntun (afrit af prófskírteinum) og fyrri störf, ásamt nöfnum tveggja meðmælenda sem leita má til varðandi frekari upplýsingar. Sérfræðingur í líkanagerð Starfið felst meðal annars í gerð líkanna sem lýsa göngum og dreifingu uppsjávarfiskistofna, tengslum afræningja sem og áhrifum annarra umhverfis- og vistfræðiþátta á fiskistofna. Viðkomandi þarf einnig að taka þátt í teymisvinnu í rannsóknaleiðöngrum þar sem söfnun gagna fer fram. Menntunar- og hæfniskröfur Umsækjandi skal hafa doktorspróf í fiskifræði, stærðfræði, líkanagerð, tölfræði, líffræði eða skyldum greinum. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi mikla þekkingu á tölvuvinnslu og líkanagerð. Æskilegt er að umsækjandi hafi einhverja þekkingu á uppsjávarfiskum. Þá þarf umsækjandi að hafa hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymisvinnu og vera góður í mannlegum samskiptum. Umsóknarfrestur er til og með 26. mars n.k. Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun, starfsreynslu og nöfnum tveggja meðmælenda skulu sendar á póstfangið umsokn@hafogvatn.is eða skilað á skrifstofu Hafrannsóknastofnunar, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík. Konur, jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Nánari upplýsingar veitir Kristín Helgadóttir, mannauðsstjóri (kristin.helgadottir@hafogvatn.is) og Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri uppsjávarlífríkis (thorsteinn.sigurdsson@hafogvatn.is)