Icepharma

Icepharma er leiðandi fyrirtæki á íslenskum heilbrigðismarkaði. Fyrirtækið á djúpar rætur í íslensku samfélagi, enda má rekja sögu þess aftur til ársins 1919 þegar Stefán Thorarensen stofnaði Laugavegsapótek.
Markmið Icepharma er að styðja við almenna lýðheilsu. Hjá fyrirtækinu starfa um 80 manns við sölu og markaðssetningu, sérfræðiráðgjöf og þjónustu. Starfsfólk Icepharma býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu varðandi lyf og lækningar, hjúkrun, endurhæfingu og heilsutengdar neytendavörur. Auk þess er Icepharma með umboð fyrir Nike og Speedo, sem eru bæði leiðandi vörumerki Nike í íþróttavörum og Speedo í sundfatnaði á Íslandi.
Icepharma leggur áherslu á heilbrigðan rekstur, heiðarleika og ábyrgð í öllu sem fyrirtækið tekur sér fyrir hendur. Mannauður fyrirtækisins er mikils metinn líkt og endurtekin viðurkenning VR á Icepharma sem framúrskarandi fyrirtæki staðfestir.