Capacent

Capacent er leið­andi ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæki sem byggir á fjöl­breyttri reynslu og þekk­ingu starfs­fólks. Við veitum viðskipta­vinum ráðgjöf, upplýs­ingar og lausnir sem skila árangri.

Capacent
16/02/2018
Fullt starf
Hlutverk fulltrúans felst í vinnu fyrir fastanefndir KÍ; vinnuumhverfis-, jafnréttis- og fræðslunefnd svo og siðaráð. Fulltrúinn er tengiliður nefndanna við stjórn/forystu KÍ. Starfssvið Hefur yfirsýn yfir efni (lög, reglugerðir) er lýtur að málaflokkunum og útbýr fræðsluefni, umsagnir og upplýsingar frá nefndunum á heimasíðu KÍ. Aðstoðar formenn aðildarfélaga við að svara fyrirspurnum félagsmanna. Undirbýr og situr fundi hjá nefndunum. Aðstoðar við ritun fundargerða og úrvinnslu og framkvæmd ákvarðana í samstarfi við formenn nefnda. Sér um fræðslu um málaflokkana á vegum KÍ/aðildarfélaganna ef eftir því er leitað. Þátttaka í erlendu samstarfi. Aðstoð við undirbúning þinga, funda og ráðstefna. Þátttaka í nefndastarfi og öðrum starfshópum. Önnur verkefni í samráði við yfirmann. Hæfniskröfur Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Reynsla af vinnu í sambærilegum málaflokkum. Áhugi og þekking á skólamálum. Afburða íslenskukunnátta í ræðu og riti. Góð enskukunnátta. Kunnátta í einu Norðurlandamáli er kostur. Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðu Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2018
Capacent
16/02/2018
Fullt starf
Kennarasamband Íslands óskar eftir að ráða í starf fulltrúa á upplýsinga og kynningarsviði. Hlutverk fulltrúans felst í skrifum og framsetningu efnis sem birtist á vef KÍ, í Skólavörðunni og í hinum ýmsum ritum auk samfélagsmiðla á vegum KÍ og aðildarfélaga þess. Starfssvið Greinaskrif og uppfærsla á efni í miðla KÍ. Umsjón með útgáfu einstakra blaða og rita í samráði við yfirmann. Samskipti við formenn og aðra varðandi efni og efnistök. Myndatökur á viðburðum og fundum KÍ. Þátttaka í ímyndar- og stefnumótunarvinnu. Önnur verkefni í samráði við yfirmann Menntunar- og hæfniskröfur Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Reynsla af blaða- eða fréttamennsku er æskileg. Áhugi og þekking á skólamálum. Afburða íslenskukunnátta í ræðu og riti. Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af ljósmyndun og myndvinnslu er kostur. Reynsla af textaskrifum. Sjálfstæði í vinnubrögðum. Þekking og reynsla af birtingu upplýsinga á samfélagsmiðlum. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2018
Capacent Reykjanesbær, Ísland
16/02/2018
Fullt starf
Verkefnastjóri fjölmenningarmála (e. integration strategist) í Reykjanesbæ vinnur að samþættingu og gagnkvæmri aðlögun innflytjenda í íslenskt samfélag. Hlutverk verkefnastjóra er jafnt að skapa tengsl og auka tækifæri til þátttöku og áhrifa, einkum meðal ungs fólks. Starfsmaðurinn heldur utan um fræðslu, kynningu og ráðstefnur um málaflokkinn auk þess sem að efla tengslanet innan svæðis sem utan. Starfssvið Áætlanagerð um móttöku nýrra íbúa. Tengslamyndun og gerð kynningarefnis. Samskipti vegna rannsókna, styrkja og þróunarverkefna. Umsjón með stýrihópi um fjölmenningu. Tengiliður við fjölmenningarsetur. Eftirfylgni framkvæmdaáætlunar um um málefni innflytjenda og fjölmenningarstefnu sveitarfélagsins. Greining upplýsinga um stöðu innflytjenda í samfélaginu. Greining upplýsinga um stöðu innflytjenda í samfélaginu. Menntunar- og hæfniskröfur Háskólapróf sem nýtist í starfi. Þekking á málefnum innflytjenda. Reynsla sem nýtist í starfi. Þekking og reynsla af starfsemi sveitarfélaga. Ríkir hæfileikar til tengslamyndunar og samskipta. Skipulagshæfni og hæfni til að starfa sjálfstætt. Mikil hæfni í mannlegum samskiptum. Góð tungumálakunnátta og hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2018
Capacent Hús verslunarinnar, Kringlan, Reykjavík, Ísland
16/02/2018
Fullt starf
VR óskar eftir að ráða sérfræðing á kjaramálasvið félagsins. Lögð er áhersla á að viðkomandi hafi þekkingu og reynslu af kjarasamningum og vinnumarkaðsmálum, búi yfir frumkvæði og afar góðri hæfni í mannlegum samskiptum. Starfssvið Að svara fyrirspurnum og sinna erindinum félagsmanna er varða launa- og réttindamál. Ráðgjöf og samskipti við félagsmenn og atvinnurekendur. Að reikna launakröfur. Að vinna að innheimtumálum með lögmönnum félagsins. Fræðslumál og kynningar. Menntunar- og hæfniskröfur Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Haldgóð reynsla af vinnumarkaði og kjarasamningum. Jákvætt viðmót og mjög góð samskiptahæfni. Góð færni í útreikningum og excel. Góð íslensku- og enskukunnátta, kunnátta í öðrum erlendum tungumálum svo sem pólsku er kostur. Hæfni til að vinna undir álagi. Frumkvæði og lausnamiðuð hugsun. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknarfrestur er til og með 26. febrúar 2018
Capacent Reykjanesbær, Ísland
16/02/2018
Fullt starf
Verkefnastjóri viðskiptaþróunar í Reykjanesbæ vinnur að uppbyggingu og sköpun tækifæra á sviði viðskipta, tengslamyndunar og þróunar viðskiptatækifæra í bæjarfélaginu. Hlutverk verkefnastjóra er jafnt að skapa tengsl og leita tækifæra sem og að veita upplýsingar og þjónustu þeim áhugasömu aðilum sem til hans leita. Verkefnastjóri er tengiliður innan og utan sveitarfélagsins og vinnur náið með stjórnendum Reykjanesbæjar. Starfssvið Áætlanagerð um þróun viðskiptatækifæra í Reykjanesbæ. Tengslamyndun, myndun viðskiptasambanda og gerð kynningarefnis eins og þörf krefur. Samskipti við fjölmiðla varðandi málaflokkinn. Umsjón með uppbyggingu á þjónustu við ferðamenn og þátttaka í stefnumótandi ákvarðunum. Samstarf hagsmunaaðila. Nýta tækifæri í Reykjanesbæ til aukinna viðskipta- og tengslamyndunar í samstarfi við fyrirtæki, stofnanir, þróunarfélög, fjárfesta, landeigendur og félagasamtök. Vinna að auknu innbyrðis samstarfi og klasamyndun fyrirtækja og stofnanna. Efla upplýsingagjöf, verslun og þjónustu við fjárfesta, atvinnulíf, íbúa, ferðamenn og aðra gesti Reykjanesbæjar. Menntunar- og hæfniskröfur Háskólapróf sem nýtist í starfi. Haldgóð þekking á samfélaginu og atvinnulífi Reykjanesbæjar. Reynsla sem nýtist í starfi. Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku. Ríkir hæfileikar til tengslamyndunar. Þjónustulund. Sköpunarkraftur og hugmyndaauðgi. Hæfni í mannlegum samskiptum. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2018
Capacent
09/02/2018
Fullt starf
Fljótsdalshérað auglýsir laust til umsóknar starf verkefnastjóra við innleiðingu nýrrar persónuverndarlöggjafar. Um er að ræða 100% tímabundið starf til ársloka 2018. Verkefnastjóri mun heyra undir bæjarstjóra. Í ljósi innleiðingar tilskipunar Evrópusambandsins um persónuvernd (GDPR), sem taka mun gildi í maí á næsta ári, hefur Fljótsdalshérað ákveðið að ráða verkefnastjóra sem kemur til með að stýra innleiðingu löggjafarinnar og vinna verkefnið að stórum hluta. Verkefnastjóra er ætlað að skoða og fara yfir verkferla er varða meðferð og vinnslu upplýsinga, ásamt því að skrá þá í gæðahandbók byggða á þeim ramma sem GDPR tilskipunin setur. Tilskipunin tekur gildi án þess að leiða þurfi hana í lög hérlendis. Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Starfssvið Gerð og skráning verkferla með stoð í lögum, reglugerðum og GDPR. Greining og meðferð persónuskjala hjá sveitarfélaginu. Umsjón með gerð gæðahandbókar. Vinna við vinnsluskrár og skoðun vinnslusamninga. Samskipti og samvinna við þjónustuaðila og önnur sveitarfélög. Aðstoð við samræmingu aðgerða milli stofnana. Innleiðing nýrra reglna. Fræðsla til starfsfólks og skipulagning hennar. Upplýsingagjöf og aðstoð. Eftirfylgni og eftirlit. Menntunar- og hæfniskröfur Háskólapróf sem nýtist í starfi, lögfræði er kostur. Yfirgripsmikil þekking á persónuverndarlögum og nýrri löggjöf. Reynsla af verkefnastjórnun, gerð og skráningu verkferla. Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur. Reynsla af skjalavistunarkerfum er kostur. Hæfni í mannlegum samskiptum. Skipulagshæfni og nákvæmni. Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. Rík þjónustulund og sveigjanleiki. Góð almenn tölvuþekking. Hæfni til að tjá sig bæði í ræðu og riti á íslensku. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknarfrestur er til og með 23. febrúar 2018
Capacent Holtaskóli, Keflavík, Ísland
09/02/2018
Fullt starf
Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna skólasýn og er tilbúinn að leiða skólann inn í framtíðina. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. maí 2018. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ. Umsóknum er skilað rafrænt á vef Reykjanesbæjar: reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf. Nánari upplýsingar um starfið veita Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, helgi.arnarson@reykjanesbaer.is og Eðvarð Þór Eðvarðsson skólastjóri, edvard.th.edvardsson@holtaskoli.is . Starfssvið Veita skólanum faglega forystu. Móta framtíðastefnu hans innan ramma laga og reglugerða, í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og menntastefnu Reykjanesbæjar. Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans. Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun. Bera ábyrgð á samstarfi aðila skólasamfélagsins. Menntunar- og hæfniskröfur Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari. Viðbótarmenntun á sviði stjórnunar eða uppeldis- og menntunarfræða. Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi. Þekking og færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun. Góð hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfshæfileikar. Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum ásamt góðri skipulagshæfni. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknarfrestur er til og með 26. febrúar 2018
Capacent
09/02/2018
Fullt starf
Fljótsdalshérað auglýsir laust til umsóknar starf verkefnastjóra við innleiðingu nýrrar persónuverndarlöggjafar. Um er að ræða 100% tímabundið starf til ársloka 2018. Verkefnastjóri mun heyra undir bæjarstjóra Starfssvið Gerð og skráning verkferla með stoð í lögum, reglugerðum og GDPR. Greining og meðferð persónuskjala hjá sveitarfélaginu. Umsjón með gerð gæðahandbókar. Vinna við vinnsluskrár og skoðun vinnslusamninga. Samskipti og samvinna við þjónustuaðila og önnur sveitarfélög. Aðstoð við samræmingu aðgerða milli stofnana. Innleiðing nýrra reglna. Fræðsla til starfsfólks og skipulagning hennar. Upplýsingagjöf og aðstoð. Eftirfylgni og eftirlit Menntunar- og hæfniskröfur Háskólapróf sem nýtist í starfi, lögfræði er kostur. Yfirgripsmikil þekking á persónuverndarlögum og nýrri löggjöf. Reynsla af verkefnastjórnun, gerð og skráningu verkferla. Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur. Reynsla af skjalavistunarkerfum er kostur. Hæfni í mannlegum samskiptum. Skipulagshæfni og nákvæmni. Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. Rík þjónustulund og sveigjanleiki. Góð almenn tölvuþekking. Hæfni til að tjá sig bæði í ræðu og riti á íslensku. Sveitarfélagið Fljótsdalshérað varð formlega til sem stjórnsýslueining 1. nóvember árið 2004. Sameiningar sveitarfélaga höfðu áður orðið á Héraði í lok 10. áratugar síðustu aldar, en þá sameinuðust Jökuldalshreppur, Hlíðarhreppur og Tunguhreppur og til varð sveitarfélagið Norður-Hérað. Einnig höfðu Egilsstaðabær, Skriðdalshreppur, Vallahreppur, Eiðaþinghá og Hjaltastaðaþinghá sameinast í sveitarfélagið Austur-Hérað. Þessi tvö sveitarfélög, ásamt Fellahreppi sameinuðust svo í Fljótsdalshérað.  
Capacent Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Lindargata, Reykjavík, Ísland
02/02/2018
Fullt starf
Í boði er áhugavert og krefjandi starf á skemmtilegum vinnustað þar sem hvatt er til nýsköpunar og framsækni meðal starfsfólks. Á skrifstofu skattamála eru 14 starfsmenn og í ráðuneytinu öllu eru um 85 starfsmenn. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Nánari upplýsingar veita Jóna Björk Sigurjónsdóttir og Auður Bjarnadóttir hjá Capacent ráðningum og Aldís Stefánsdóttir (aldis.stefansdottir@fjr.is) hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Starfssvið Helstu verkefni snúa að skattlagningu fyrirtækja, einkum á sviði alþjóðaskattaréttar. Í því felst meðal annars undirbúningur lagasetningar og afgreiðsla stjórnsýsluerinda. Lögfræðingurinn starfar í teymi sem kemur að mótun skattastefnu og tekjuöflunar ríkissjóðs sem felur í sér mikil samskipti innan stjórnsýslunnar og við aðra hagsmunaaðila. Meðal verkefna framundan er gerð lagafrumvarpa um frekari aðgerðir gegn skattundandrætti og skattsvikum á grundvelli BEPS aðgerðaráætlunar OECD. Starfið hentar vel fyrir lausnamiðaðan einstakling með mikla greiningarhæfni sem er áhugasamur um uppbyggingu og þróun skattkerfisins. Menntunar- og hæfniskröfur Embættis- eða meistarapróf í lögum er skilyrði. Þekking á opinberri stjórnsýslu er æskileg. Reynsla á sviði skattamála er æskileg, einkum á sviði alþjóðaskattaréttar. Þekking á sviði viðskipta- eða hagfræði er kostur. Gagnrýnin og lausnamiðuð hugsun. Mjög gott vald á íslensku í ræðu og riti er skilyrði. Kunnátta í einu Norðurlandamáli er kostur. Góð samskiptahæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum auk getu og vilja til að taka að sér ólík hlutverk í teymisvinnu. Fjármála- og efnahagsráðuneytið er eitt ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Markmiðið með störfum þess er að tryggja stöðugleika og hagvöxt í íslensku samfélagi. Ráðuneytið fer með yfirstjórn ríkisfjármála og efnahagsmála og markar stefnu og gerir áætlanir á þessum sviðum. Það er miðstöð nýsköpunar í ríkisrekstri og fer með ýmis önnur mál, svo sem eigna- og mannauðsmál ríkisins. Meginhlutverk fjármála- og efnahagsráðuneytis er meðal annars að bæta stjórnunarhætti ríkisins og áætlanagerð, ásamt því að vera virkur aðili á sviði umbóta og hagræðingar í rekstri ríkisins. Ráðuneytið hefur frumkvæði, fagmennsku og árangur að leiðarljósi í starfsemi sinni. Um 85 manns starfa í ráðuneytinu og er starfsmannahópurinn fjölbreyttur. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum. Ráðuneytið hefur frumkvæði, fagmennsku og árangur að leiðarljósi í starfsemi sinni. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknarfrestur er til og með 19. febrúar 2018