Ísafjarðarbær

Ísafjarðarbær auglýsir laust til umsóknar starf mannauðsstjóra
sveitarfélagsins. Um er að ræða afar fjölbreytt og krefjandi starf.
Mannauðsstjóri hefur yfrumsjón með mannauðsmálum sveitarfélagsins, vinnur náið með bæjarstjóra og sinnir alhliða ráðgjöftil stjórnenda. Meginhlutverk hans er að útfæra mannauðsmál í samræmi við stefnu og áherslur sveitarfélagsins. Mannauðsstjóri ber ábyrgð á framkvæmd starfsmannastefnu og hefur mikil samskipti við aðra starfsmenn Ísafjarðarbæjar. Næsti yfrmaður er bæjarstjóri.

Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem er jákvæður,
þjónustulundaður, flinkur í samskiptum, fróðleiksfús og óhræddur
við að sýna frumkvæði.

Helstu verkefni og ábyrgð:
• Vinna að mannauðsstefnu og eftirfylgni með starfsmannastefnu
Ísafjarðarbæjar
• Samþætting mannauðsstjórnunar við aðra stjórnun og
samræming vinnubragða
• Almenn ráðgjöf og aðstoð við stjórnendur í mannauðsmálum og
ráðningum starfsmanna
• Gerð starfsgreininga og starfslýsinga í samvinnu við starfsmenn og yfrmenn
• Samskipti og samvinna við ýmsa utanaðkomandi aðila
• Framkvæmd kannana, úrbætur og eftirfylgni.
Menntun, reynsla og hæfni:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfnu
• Framhaldsmenntun á sviði mannauðsmála eða tengdum
greinum
• Starfsreynsla á sviði stjórnunar- og mannauðsmála
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
• Leiðtogahæfni og geta til að hvetja aðra til árangurs
• Sjálfstæði í vinnubrögðum, frumkvæði og geta til að hrinda
hlutum í framkvæmd
• Skipulags- og greiningarhæfni og gagnrýnin hugsun
• Rík þjónustulund
• Þekking á sviði stjórnsýsluréttar og vinnuréttar
• Góð almenn tölvuþekking
• Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig skipulega bæði í
ræðu og riti

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100%.

Umsóknarfrestur er til og með 30. október 2016.
Umsóknir ásamt starfsferilskrá og kynningarbréf sem greinir frá
ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfð skulu berast til mannauðsstjóra á netfangið herdis@isafjörður.is.

Nánari upplýsingar um starfð veitir Herdís Rós Kjartansdóttir
mannauðsstjóri í síma 450-8000 eða í tölvupósti.

 

Ísafjarðarbær Ísafjörður, Ísland
02/03/2018
Fullt starf / hlutastarf
Ísafjarðarbær er bær í sókn og hefur upp á margt að bjóða. Má þar nefna öfluga grunnskóla og leikskóla, menntaskóla, fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf, öflugt tónlistar- og menningarlíf, eitt besta skíðasvæði landsins og endalausa möguleika á að njóta einstakrar náttúrfegurðar svæðisins. Í Ísafjarðarbæ búa um 3700 íbúar og þar eru fimm leikskólar og fjórir grunnskólar í fjórum byggðakjörnum. Mikil áhersla er lögð á gott samstarf milli skólanna en þó sjálfstæði og fjölbreytni. Ísafjarðarbær auglýsir eftirfarandi störf laus til umsóknar: Grunnskólinn á Ísafirði • Umsjónarkennarar á öllum stigum 100% • Þroskaþjálfi 100% • Íþróttakennari 50-80% • Kennari í myndmennt 50-80% • Danskennari 50-80% • Smíðakennari 50-80% • Tónmenntakennari 50-80% Grunnskólinn á Suðureyri • Grunnskólakennarar á mið- og yngra stigi 50-100% • Íþróttakennari 40-100% Grunnskóli Önundarfjarðar • Grunnskólakennarar 50-100% • Íþróttakennari 25-50% Grunnskólinn á Þingeyri • Íþróttakennari 60-100% Leikskólinn Grænigarður Flateyri • Deildarstjóri 100% • Leikskólakennari 100% Heilsuleikskólinn Laufás Þingeyri • Deildarstjóri 100% • Starfsmaður í leikskóla 60-100% Leikskólinn Sólborg Ísafirði • Leikskólakennarar 100% Leikskólinn Tjarnarbær Suðureyri • Leikskólakennari 100% Umsóknarfrestur um ofangreind störf er til og með 23. mars 2018. Frekari upplýsingar um störfin má nálgast á vef Ísafjarðarbæjar (www.isafjordur.is) undir „Laus störf“. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störfin.
Ísafjarðarbær Ísafjörður, Ísland
23/02/2018
Sumarstarf
Vinnuskóli Ísafjarðarbæjar er útiskóli þar sem starfið gefur einstaka möguleika á að njóta útivistar og eiga þátt í að prýða umhverfið í Ísafjarðarbæ. Óskað er eftir ábyrgðarfullum flokkstjórum til starfa á Ísafirði og Þingeyri. Æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf í lok maí 2018 eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða 100% störf til þriggja mánaða.    Umsóknarfrestur er til og með   11. mars 2018. Helstu verkefni og ábyrgð:   Flokkstjóri starfar undir stjórn yfirflokkstjóra. Hann stjórnar starfi vinnuskólahóps, kennir nemendum rétt vinnubrögð, vinnur með liðsheild og verkvit, er uppbyggilegur og góð fyrirmynd. Flokkstjóri ber ábyrgð á tímaskýrslum og skilum á vinnuskólamati um nemendur. Hæfnikröfur:   Þarf að vera orðinn tuttugu ára. Hann þarf að vera nemendum fyrirmynd í heilbrigðum lífsstíl og vera góður í mannlegum samskiptum. Flokkstjóri þarf að hafa bílpróf. Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við VerkVest/FOSVest.  Nánari upplýsingar um starfið veitir Eva María Einarsdóttir í síma 450-8052 eða um netfangið   evaei@isafjordur.is . Umsóknir sendist á netfangið   felagsmidstod@isafjordur.is , merktar „Almennur flokkstjóri“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störfin.