Gagnaeyðing

Af hverju eyða ætti öllum gögnum, ekki bara sumum
Flestir geta verið sammála um að öryggi gagna myndi aukast ef meðhöndlun þeirra færi ávallt eftir fyrirfram ákveðnum ferlum og að hættan á mannlegum mistökum væri lágmörkuð. Þetta segir Bob Johnson, framkvæmdastjóri NAID, ínýlegum pistli á heimasíðu samtakanna.
 
Þar á hann við að starfsmaður gæti viljandi eða óafvitandi stofnað gagnaöryggi í hættu sé honum falið að ákveða hvort gögnum sé eytt með öruggum hætti eða bara hent. Margir starfsmenn hafa t.d. ekki hlotið sérstaka þjálfun í að meta hvaða gögn geta verið viðkvæm trúnaðargögn. Þá geta störfum hlaðnir starfsmenn kannski ekki alltaf tekið sér tíma í að velta því fyrir sér hvort eigi að henda eða tæta. Slíkar aðstæður eru ekki ákjósanlegar fyrir öryggi trúnaðarupplýsinga fyrirtækja, stofnana og viðskiptavina.
 
Eina leiðin til að tryggja öryggi trúnaðargagna sé því að hafa fyrir reglu að láta eyða öllum gögnum sem fyrirtæki eða stofnanir ætla ekki að geyma lengur.