EFLA VERKFRÆÐISTOFA

EFLA er alhliða verkfræði- og ráðgjafarfyrirtæki með meginstarfsemi á Íslandi og ráðgjöf um heim allan. EFLA hefur á að skipa mjög hæfu og reynslumiklu fagfólki á fjölmörgum sviðum. Sameiginlegt markmið þess er að veita viðskiptavinum bestu mögulegu þjónustu og lausnir, sama hvert eðli eða umfang verksins er.
 
EFLA leggur ríka áherslu á trausta ráðgjöf en einnig á frumkvæði, samvinnu og hugrekki, og lítur á starfsfólk sitt sem verðmætustu auðlind sína.
 
Skipulag EFLU byggir á sex markaðssviðum sem eru: Iðnaður, Byggingar, Orka, Umhverfi, Samgöngur og Verkefnastjórnun. Markaðssviðin og kjarnasviðin, sem þeim tilheyra, eru möndullinn í markaðsstarfi og þjónustu fyrirtækisins. Saman mynda sviðin eina heild í samræmdri þjónustu EFLU.
 
EFLA starfrækir dóttur- og hlutdeildarfélög í Noregi, Svíþjóð, Frakklandi, Póllandi, Tyrklandi og Dúbaí.