Sjúkrahúsið á Akureyri

  • Eyralandsvegi, Akureyri, NL 600, Iceland
  • sak.is
Sjúkrahúsið á Akureyri veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu, þar sem áhersla er lögð á bráðaþjónustu og helstu sérgreinameðferðir.

Það er annað tveggja sérgreinasjúkrahúsa landsins og gegnir lykilhlutverki í almannavörnum.

Sjúkrahúsið er kennslusjúkrahús og þekkingarstofnun sem leggur metnað sinn í kennslu og rannsóknir í heilbrigðisvísindum. Sjúkrahúsið á Akureyri leggur áherslu á samvinnu við heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni og tekur þátt í uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á landsvísu og er miðstöð sjúkraflugs í landinu.

Sjúkrahúsið á Akureyri hefur sett sér að markmið til ársins 2017 að verða miðstöð sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu á Norður- og Austurlandi og fá alþjóðlega vottun á starfsemi sína.

Starfsemi sjúkrahússins er skipt upp í þrjú klínísk svið auk fjármálasviðs og er einn framkvæmdastjóri yfir hverju þeirra.

Framkvæmdastjóri hjúkrunar gegnir jafnframt stöðu framkvæmdastjóra bráða-, fræðslu- og gæðasviðs og framkvæmdastjóri lækninga gegnir jafnframt stöðu framkvæmdastjóra handlækningasviðs.

ÖRYGGI - SAMVINNA - FRAMSÆKNI