Interlingual - Túlka- og þýðingaþjónusta

Interlingual var stofnað árið 2015 og rekstraraðili er Róbert Sigurðarson. Hvað menntun og reynslu varðar, er Róbert með BA próf í spænskum fræðum frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa verið við nám um tíma á Spáni. Þeir sem skilja spænsku geta gluggað í BA ritgerðina með því að smella hér. Áhugavert er að nefna að ritgerðin var notuð sem heimild af Macià Riutort i Riutort í lokakafla spænsku bókarinnar Las Brigadas Internacionales: nuevas perspectivas en la historia de la Guerra Civil y del exilio, sem kom út í Tarragona á síðasta ári.