Hagvangur

Hagvangur
20/03/2018
Fullt starf
Starfið er í umhverfisdeild Þróunarsviðs og felur í sér þátttöku í þróunar og viðhaldsverkefnum Landsvirkjunar með það að markmiði að draga úr áhrifum á umhverfi. Viðkomandi verður leiðandi í mati á umhverfisáhrifum og mun aðstoða við skipulags- og leyfismál. Í starfinu felst einnig að fylgja eftir þeim kröfum sem gerðar eru í umhverfismálum við útboðsgagnagerð og samninga, að skipuleggja umhverfisstjórnun verkefna og vinna að mótvægisaðgerðum. Hæfniskröfur: Framhaldsnám á háskólastigi í náttúruvísindum, umhverfisfræði, bygginga- og umhverfisverkfræði eða skipulagsfræði. Reynsla af vinnu við mat á umhverfisáhrifum og þátttaka í hönnun mannvirkja. Reynsla af leyfisferlum, skipulagsmálum, gerð útboðsgagna og samninga. Reynsla í verkefnastjórnun og samskiptum við hagsmunaaðila. Þekking á umhverfisáhrifum orkuvinnslu og framkvæmda. Mikill áhugi á umhverfismálum. Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og metnaður. Sveigjanleiki og lipurð í mannlegum samskiptum.  Upplýsingar veitir Inga Steinunn Arnardóttir, inga@hagvangur.is Landsvirkjun hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um starfið. Landsvirkjun ber gullmerkið í Jafnlaunaúttekt PwC, sem staðfestir að fyrirtækið greiðir körlum og konum jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
Hagvangur
16/03/2018
Fullt starf
Fasteignafélagið Félagsbústaðir leitar að verkefnisstjóra á framkvæmdasvið sitt. Verkefnin framundan eru mörg og fjölbreytt og snúa að verkefnis- og gæðastjórnun byggingaframkvæmda, þróun nýrra fasteignaverkefna og áætlunargerð og eftirfylgni í kringum það.   Starfssvið:  Verkefnis og gæðastjórnun byggingarframkvæmda Þróun nýrra fasteignaverkefna Samskipti við væntanlega notendur, arkitekta og framkvæmdaraðila Áætlanagerð og eftirfylgni Skilgreining framkvæmda og útboð þeirra Samskipti við iðnaðarmenn og verktaka Yfirferð og samþykkt reikninga Önnur tilfallandi verkefni   Menntunar- og hæfniskröfur:  Háskólamenntun á sviði verkfræði, tæknifræði, byggingarfræði eða önnur sambærileg menntun Reynsla af verkefnisstjórnun á sviði fasteignaþróunar og nýtingu gæðakerfa við byggingu og rekstur fasteigna Reynsla af rekstri fyrirtækja og/eða byggingarframkvæmda Færni í hugbúnaði sem nýtist starfinu Færni í mannlegum samskiptum Gott vald á íslensku, töluðu og rituðu máli Sjálfstæð, nákvæm og öguð vinnubrögð Frumkvæði, fagmennska og drifkraftur   Félagsbústaðir hf. er sjálfstætt starfandi fasteignafélag í eigu Reykjavíkurborgar.  Það á, rekur og leigir út tæplega 2.500 íbúðir í Reykjavík. Hjá fyrirtækinu starfa ríflega 20 manns. Félagið er staðsett miðsvæðis í Reykjavík og er vottað í hóp framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi 2017 af Credit Info. Á framkvæmdasviði starfa 7 starfsmenn.  Sviði ber ábyrgð á framkvæmdum fyrir um 1,5 milljarða á hverju ári.   Nánari upplýsingar um félagið og starfsemi þess má finna á heimsíðunni www.felagsbustadir.is   Upplýsingar veitir; Sverrir Briem - sverrir@hagvangur.is Umsóknarfrestur til: 03. apríl 2018
Hagvangur
16/03/2018
Fullt starf
Vegna aukinna umsvifa leitar Fasteignafélagið Félagsbústaðir nú að rafvirkja til starfa á framkvæmdasvið sitt.    Starfssvið:  Viðgerðir og endurnýjun á rafkerfum og raflögnum Almenn umsjón og eftirlit með verklegum framkvæmdum Samskipti við iðnaðarmenn og verktaka Yfirferð og samþykkt reikninga Samskipti við leigutaka Önnur tilfallandi verkefni   Menntunar- og hæfniskröfur:  Löggild iðnmenntun á sviði rafvirkjunar Reynsla af sambærilegu starfi og af byggingarframkvæmdum er nauðsynleg Færni í mannlegum samskiptum Drifkraftur og skipulögð vinnubrögð Þarf að geta tileinkað sér færni í þeim tölvukerfum sem starfið krefst Nákvæmni og samviskusemi Leitað er að aðilum sem hafa til að bera frumkvæði og geta unnið sjálfstætt, en jafnframt virkað vel í samvinnu stærri heildar.   Félagsbústaðir hf. er sjálfstætt starfandi fasteignafélag í eigu Reykjavíkurborgar.  Það á, rekur og leigir út tæplega 2.500 íbúðir í Reykjavík. Hjá fyrirtækinu starfa ríflega 20 manns. Félagið er staðsett miðsvæðis í Reykjavík og er vottað í hóp framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi 2017 af Credit Info. Á framkvæmdasviði starfa 7 starfsmenn.  Sviði ber ábyrgð á framkvæmdum fyrir um 1,5 milljarða á hverju ári.   Nánari upplýsingar um félagið og starfsemi þess má finna á heimsíðunni www.felagsbustadir.is   Upplýsingar veitir; Sverrir Briem - sverrir@hagvangur.is Umsóknarfrestur til: 03. apríl 2018 Sækja um
Hagvangur
16/03/2018
Fullt starf
VIRK leitar að reyndum sálfræðingi til að vinna í þverfaglegri teymisvinnu. Starfið felur meðal annars í sér að rýna beiðnir um þjónustu VIRK og taka viðtöl við einstaklinga sem vísað er í þjónustu. Sálfræðingur þarf að geta metið hvað hindrar atvinnuþátttöku hjá einstaklingi og hvernig best er að styðja hann í starfsendurhæfingarferlinu. Sálfræðingur mun einnig koma að öðrum verkefnum innan VIRK sem fela í sér þróun og umbætur á þjónustu. Helstu verkefni Skimun, greining og kortlagning á vanda einstaklinga í þjónustu VIRK Gerð áætlana fyrir starfsendurhæfingu Rýna framgang mála m.t.t. hindrana hvað varðar þátttöku á vinnumarkaði Samstarf við heilbrigðisstéttir varðandi einstaklinga í þjónustu VIRK Ákvarðanataka í málum einstaklinga í þjónustu VIRK Þróunar- og umbótastarf Menntunar- og hæfnikröfur Réttindi til að starfa sem sálfræðingur Að minnsta kosti fjögurra ára reynsla af klínískri vinnu í sínu fagi Jákvæð reynsla af þverfaglegri samvinnu Reynsla af verkefnastjórnun Framúrskarandi samskiptahæfni og rík þjónustulund Reynsla og þekking á sviði starfsendurhæfingar er kostur Þekking á vinnumarkaði, heilbrigðis- og félagsþjónustu er kostur Framhaldsmenntun á fagsviðinu er kostur Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og einnar blaðsíðu kynningarbréf þar sem á kerfisbundinn hátt er gerð grein fyrir því hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur starfsins. Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa með árangursríkri starfsendurhæfingarþjónustu. VIRK hefur í samstarfi við fagaðila, fyrirtæki og stofnanir skilað samfélagslegum ávinningi með aukinni þátttöku einstaklinga á vinnumarkaði og er leiðandi í rannsóknum og þróun á sviði starfsendurhæfingar. Að VIRK standa öll helstu samtök launamanna og atvinnurekanda á vinnumarkaði. VIRK er metnaðarfullur vinnustaður þar sem lögð er áhersla á jákvæðan starfsanda og sterka liðsheild. VIRK kappkostar að skapa jákvæða menningu með traustu fagfólki. Gildi VIRK eru fagmennska, virðing og metnaður og er starfsfólk hvatt til að hafa gildin að leiðarljósi í störfum sínum. Nánari upplýsingar um VIRK er að finna á virk.is Upplýsingar veita: Geirlaug Jóhannsdóttir geirlaug@hagvangur.is Leifur Geir Hafsteinsson leifurgeir@hagvangur.is Umsóknarfrestur til: 26. mars 2018
Hagvangur
16/03/2018
Fullt starf
Landsvirkjun leitar að metnaðarfullum verkefnisstjóra á Þróunarsvið. Starfið er í umhverfisdeild Þróunarsviðs og felur í sér þátttöku í þróunar og viðhaldsverkefnum Landsvirkjunar með það að markmiði að draga úr áhrifum á umhverfi. Viðkomandi verður leiðandi í mati á umhverfisáhrifum og mun aðstoða við skipulags- og leyfismál. Í starfinu felst einnig að fylgja eftir þeim kröfum sem gerðar eru í umhverfismálum við útboðsgagnagerð og samninga, að skipuleggja umhverfisstjórnun verkefna og vinna að mótvægisaðgerðum. Hæfniskröfur: Framhaldsnám á háskólastigi í náttúruvísindum, umhverfisfræði, bygginga- og umhverfisverkfræði eða skipulagsfræði. Reynsla af vinnu við mat á umhverfisáhrifum og þátttaka í hönnun mannvirkja. Reynsla af leyfisferlum, skipulagsmálum, gerð útboðsgagna og samninga. Reynsla í verkefnastjórnun og samskiptum við hagsmunaaðila. Þekking á umhverfisáhrifum orkuvinnslu og framkvæmda. Mikill áhugi á umhverfismálum. Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og metnaður. Sveigjanleiki og lipurð í mannlegum samskiptum.   Upplýsingar veitir Inga Steinunn Arnardóttir, inga@hagvangur.is Landsvirkjun hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um starfið. Landsvirkjun ber gullmerkið í Jafnlaunaúttekt PwC, sem staðfestir að fyrirtækið greiðir körlum og konum jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.   Umsóknarfrestur til: 01. apríl 2018
Hagvangur
09/03/2018
Fullt starf
Við Héraðsdóm Reykjavíkur eru lausar tvær stöður löglærðra aðstoðarmanna dómara.  Um er að ræða starf á grundvelli 32. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla.  Til aðstoðar dómurum eru ráðnir lögfræðingar sem fullnægja skilyrðum 2.-.6.tölul. 2.mgr.  29. gr. sömu laga og starfa þeir á ábyrgð dómstjóra.  Nánari upplýsingar um starfsemi héraðsdómstólanna er að finna á  vef  dómstólanna   www. dómstólar.is   Helstu verkefni löglærðra aðstoðarmanna eru eftirfarandi : Meðferð útivistarmála í eigin nafni, þ. á m. áritun stefna og ritun dóma og úrskurða. Áritun sektarboða og aðfararbeiðna. Umsjón með reglulegu dómþingi í einkamálum, gjaldþrotamálum og sakamálum. Frumskoðun sakamála, útgáfa fyrirkalls og þingfesting máls. Ritun úrskurða / ákvarðana í eigin nafni í útburðar- og innsetningarmálum og gjaldþrotamálum, sem og úrskurða á grundvelli laga um skipti á dánarbúum, enda sé vörnum ekki haldið uppi. Meðferð greiðsluaðlögunarmála og aðstoð við dómara í ágreiningsmálum vegna slíkra mála. Meðferð sifjamála og vitnamála. Aðstoð við samningu dóma og úrskurða í almennum einkamálum þar sem tekið er til varna, svo og aðstoð við samningu úrskurða í ágreiningsmálum er varða gjaldþrotaskipti, dánarbússkipti, sviptingu lögræðis, aðfaragerðir, nauðungarsölu og þinglýsingar. Dómkvaðning matsmanna.   Aðstoðarmaður dómara þarf að búa yfir skipulagshæfileikum og vera sjálfstæður í starfi, ásamt því að vera sveigjanlegur og sýna færni í mannlegum samskiptum. Laun eru í samræmi við ákvæði stofnanasamnings  Stéttarfélags lögfræðinga  og dómstólaráðs. Æskilegt er að viðkomandi  hafi  reynslu af störfum innan dómskerfisins og geti hafið störf sem fyrst. Ráðningin er tímabundin til 5 ára Umsóknir skulu gilda í allt að  6 mánuði Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.  Upplýsingar veitir  Rannveig J. Haraldsdóttir,   rannveig@hagvangur.is . Umsóknarfrestur til: 26. mars 2018