Hagvangur

Hagvangur Keflavík International Airport, Ísland
19/02/2018
Fullt starf
Fríhöfnin óskar að ráða rekstrarstjóra verslunarsviðs.  Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra.  Rekstrarstjóri verslunarsviðs stýrir daglegum rekstri verslana Fríhafnarinnar og ber ábyrgð á að hámarka sölu á hverjum tíma, þjónustu við viðskiptavini og á almennum sölu-markaðs- og rekstrarmálum. Í boði er leiðandi og krefjandi starf hjá ört vaxandi fyrirtæki sem sinnir fjölbreyttum alþjóðlegum viðskiptamannahópi.   Helstu verkefni:  *  Daglegur rekstur verslana *  Yfirumsjon með vöruframboði, framstillingum og útliti verslana *  Yfirumsjón með þjónustu við viðskiptavini, sölu- og markaðsmálum félagsins *  Yfirumsjón með samhæfðum vinnubrögðum og verkferlum *  Situr í framkvæmdaráði Fríhafnarinnar  Menntunar- og hæfniskröfur:  • Framhaldsnám á háskólastigi sem nýtist í starfi  • Haldgóð þekking og reynsla af rekstri smásöluverslana  • A.m.k. 3ja ára reynsla af stjórnun og mannaforráðum  • Reynsla af áætlanagerð og góð færni í tölfræði og greiningu gagna  • Næmt auga fyrir nýjungum, straumum og stefnum í sölu og þjónustu  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum  • Viðkomandi þarf að vera árangursdrifinn og metnaðarfullur  • Góð íslensku- og enskukunnátta bæði í töluðu og rituðu máli ásamt góðri tölvukunnáttu Umsóknarfrestur til: 26. febrúar 2018
Hagvangur Keflavík International Airport, Ísland
19/02/2018
Fullt starf
Fríhöfnin óskar að ráða öflugan verslunarstjóra til að hafa yfirumsjón með daglegum rekstri verslana.  Meginhlutverk er að hámarka sölu t.d. með réttu vöruvali, útliti verslunar og vöruframstillingum, þjónustu við viðskiptavini, stýringu og dreifingu starfsfólks o.fl.  Verslunarstjóri er yfirmaður fastra starfsmanna verslunar og heyrir undir rekstrarstjóra verslunarsviðs.     Starfs- og ábyrgðarsvið:  Sér um daglegan rekstur viðkomandi verslunar í samræmi við stefnu Fríhafnarinnar og með arðsemi og árangur að leiðarljósi • Fylgist með sölutölum, veltuhraða birgða og öðrum þáttum tengdum versluninni og bregst við frávikum • Hefur yfirumsjón með vörupöntunum og vörumagni í verslun • Verkstjórn starfsmanna og eftirlit með frammistöðu • Ber ábyrgð á að verkaferlum, gæða-, eftirlits-, og öryggisstöðlum sé fylgt • Ber ábyrgð á skráningu á rýrnun og afskriftum • Heldur reglulega starfsmannafundi • Hefur gott samstarf við aðra verslunarstjóra • Er góð fyrirmynd fyrir annað starfsfólk verslunarinnar og veitir því hvatningu og innblástur • Þátttaka í áætlanagerð um sölu og kostnað verslunar og bregst við frávikum frá áætlun   Menntunar- og hæfniskröfur  • Menntun á sviði viðskiptafræða, verslunarstjórnunar og/eða sambærileg reynsla • Gott auga fyrir viðskiptum, reynsla af verslunarstjórnun og stjórnun starfsfólks • Metnaður og söludrifni • Góð færni í að lesa úr og túlka töluleg gögn • Þjónustulund og geta til að vinna undir álagi • Aðlögunarhæfni, árangursdrifni og lausnamiðuð hugsun • Góð hæfni í mannlegum samskiptum • Góð íslensku- og enskukunnátta bæði í töluðu og rituðu máli ásamt góðri tölvukunnáttu   Umsóknarfrestur til: 26. febrúar 2018
Hagvangur
16/02/2018
Fullt starf
Kraftmikil  heildverslun óskar eftir að ráða öflugan vörustjóra til að byggja upp nýja deild á sviði sjúkra- og hjúkrunarvara.  Viðkomandi þarf að hafa þekkingu og metnað til að finna nýjar vörur og vera í samskiptum við erlenda birgja.  Kynna og selja vörur til viðskiptavina og fylgja því eftir með kennslu og þjálfun ef þess þarf.  Leitað er að einstaklingi með skýra framtíðarsýn, kraft og metnað til að ná árangri.  Starfssvið og ábyrgð: Uppbygging vöruúrvals og markmiðasetning Kynning, sala á vörum til apóteka og heilbrigðisstofnana Samskipti við erlenda birgja Greining á markaðs-og sölutækifærum Gerð markaðs-og söluáætlana Kennsla og innleiðing auk eftirfylgni   Hæfniskröfur: Háskólamenntun á sviði heilbrigðisvísinda t.d hjúkrunarfræði, heilbrigðisverkfræði eða sambærileg menntun Reynsla af sambærilegu starfi er skilyrði Frumkvæði, jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar Sjálfstæð vinnubrögð, drifkraftur og metnaður til að ná árangri í starfi Góð tölvu- og enskukunnátta  Mjög góð ritfærni á íslensku Nánari upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is   Umsóknarfrestur til: 25. febrúar 2018
Hagvangur
16/02/2018
Fullt starf
Sjálfsbjargarheimilið leitar eftir hjúkrunarfræðingi til starfa. Sviðsstjóri er yfirmaður hjúkrunar og ber faglega ábyrgð á hjúkrunarþjónustu Sjálfsbjargarheimilisins. Um er að ræða fullt starf Starfs- og ábyrgðarsvið: • Heildarskipulag og samhæfing hjúkrunar í samráði við íbúa og starfsfólk • Áætlanir um hjúkrunarþjónustu í samráði við hjúkrunardeildarstjóra • Seta í gæðateymi og þátttaka í þróun starfsemi Sjálfsbjargarheimilisins • Hvetur til samstarfs við aðila innan sem utan heimilis • Innkaup á hjúkrunarvörum og tækjabúnaði Menntunar- og hæfniskröfur: • Viðurkennt próf í hjúkrunarfræði, framhaldsnám æskilegt • Frumkvæði og faglegur metnaður • Færni í mannlegum samskiptum, þjónustulund og jákvætt viðmót • Reynsla af rekstri og stjórnun • Góð færni í íslensku og ensku, bæði í töluðu og rituðu máli Markmið Sjálfsbjargarheimilisins: Búseta með áherslu á endurhæfingu til sjálfsbjargar. Íbúum er veitt einstaklingsmiðuð sólarhringsaðstoð. Reynt er að koma til móts við hvern og einn í samræmi við óskir. Stuðlað er að innihaldsríku lífi íbúans. Þjónusta í boði: Í boði eru 34 endurhæfingarrými fyrir hreyfihamlaða einstaklinga á aldursbilinu frá 18 til 67 ára. Annars vegar er um að ræða 10 einstaklingsherbergi. Af rýmunum 10 er tvö vegna skammtíma-/endurhæfingardvalar. Hins vegar er um að ræða 24 íbúðir þar sem veitt er sambærileg þjónusta. Kallast það úrræði Sjálfstæð búseta með stuðningi.   Síðastliðinn áratug hefur Sjálfsbjargarheimilið verið þátttakandi í könnuninni Stofnun ársins. Starfsmenn um 200 stofnana taka þátt í valinu. Starfsmenn heimilisins hafa gefið sínum vinnustað góða einkunn, svo góða að fjórum sinnum hefur heimilið verið í fremstu röð og fengið að bera sæmdarheitið fyrirmyndarstofnun. Árið 2014 stóð síðan Sjálfsbjargarheimilið efst í kjörinu og var þá kjörið Stofnun ársins. Niðurstöður könnunarinnar eru mælikvarði á frammistöðu stofnana þegar kemur að stjórnun, starfsanda, launakjörum, vinnuskilyrðum, sveigjanleika og sjálfstæði í starfi, ímynd stofnana og jafnrétti. Nú leitum við að starfsmanni sem getur með störfum sínum haldið áfram að stuðla að góðum starfsanda á okkar góða vinnustað. Nánari upplýsingar má finna á sbh.is. Umsóknarfrestur til: 05. mars 2018
Hagvangur
09/02/2018
Fullt starf
Lífeyrissjóður verzlunarmanna óskar eftir að ráða starfsmann í bókhald og viðskiptafrágang (bakvinnslu verðbréfaviðskipta). Viðkomandi mun starfa við bókhald sjóðsins, hafa umsjón með frágangi viðskipta í eignastýringu og annast undirbúning þeirra gagna fyrir bókhald auk annarra tilfallandi verkefna. Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólapróf í viðskiptafræði eða sambærileg menntun æskileg Haldgóð starfsreynsla af bakvinnslustörfum á fjármálamarkaði Reynsla af bókhaldsstörfum Skipulögð og vönduð vinnubrögð Frumkvæði og sjálfstæði í starfi Færni í mannlegum samskiptum Góð tölvukunnátta, m.a. Excel Góð íslensku- og enskukunnátta Lífeyrissjóðurinn var stofnaður 1. febrúar 1956 á grundvelli kjarasamninga. Hlutverk sjóðsins er að tryggja sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum lífeyri. Sjóðurinn er stærsti lífeyrissjóður á almennum vinnumarkaði. Eignir hans nema um 665 milljörðum króna. Um 52 þúsund sjóðfélagar greiddu iðgjöld til sjóðsins á liðnu ári og lífeyrisþegar eru rúmlega 16 þúsund. Á skrifstofu sjóðsins starfa 40 starfsmenn Upplýsingar veitir: Inga S. Arnardóttir, inga@hagvangur.is Umsóknarfrestur til: 19. febrúar 2018