ÍAV

  • Höfðabakki 9, Reykjavík, Rvk og nágrenni 109, Iceland
  • iav.is

Á þeim 60 árum sem liðin eru frá stofnun Íslenskra aðalverktaka hefur fyrirtækið komið að hönnun og byggingu fjölda mannvirkja.   Mannvirkin spanna allt  svið byggingariðnaðarins  og má þar nefna íbúðabyggingar, verslunar- og skrifstofuhúsnæði, vegi, brýr, jarðgöng, veitur, snjóflóðamannvirki, hafnir, virkjanir, iðnaðarhúsnæði, verksmiðjur, skóla, sundlaugar, íþróttahús, knattspyrnuhallir og tónlistarhúsið Hörpu.  Einnig starfrækir ÍAV þrjár jarðefnanámur.
Breidd verkefna ber vott um metnað og áhuga á að takast á við flókin og krefjandi verkefni. Auk þess gerir verkefnavalið kröfu til fyrirtækisins um að hafa á að skipa hæfu starfsfólki með þekkingu, reynslu og bestu fáanlegu menntun á þeim sviðum sem fyrirtækið starfar á. ÍAV leggur mikla áherslu á að ráða til sín kraftmikla og framsækna einstaklinga og bjóða þeim góða starfsaðstöðu við krefjandi verkefni.