Eirberg

Eirberg Lífstíll í Kringlunni
Eirberg Lífstíll selur vörur sem oftar en ekki byggja á snilldarhönnun sem ætti að hvetja til umhverfisvæns og heilsusamlegs lífstíls:
  • Þjálfunar- og æfingavörur
  • Íþróttastuðningshlífar og hlaupasokkar
  • Ullarfatnaður fyrir útivist og bambusnærföt
  • Dagljós og heilsukoddar
  • Lofthreinsi- og rakatæki
  • Hitameðferðir, nuddtæki og heimilis-SPA
  • Vörur sem hjálpa þér að fylgjast með helstu heilsuþáttum þínum (Connected Health)
Vettvangur Eirbergs er á heilbrigðissviði og byggir á traustum faglegum grunni þar sem starfsfólk kappkostar að bjóða eingöngu viðurkenndar og vandaðar vörur. Nú nýtum við þennan bakgrunn og hugsjón í nýrri verslun með nýjum áherslum í Eirbergi Kringlunni. Þær vörur okkar sem ekki fást í Kringlunni verður hægt að panta og fá afhentar næsta virka dag á eftir.

House of Marley er með Shop-in-Shop í lífsstílsverslun Eirbergs. Marley samanstendur af vönduðum heyrnatólum, hljómflutningstækjum, armbandsúrum og töskum. Ekkert hefur verið til sparað í hönnun og framleiðslu hjá Marley. Vörumerkið er í eigu Bob Marley fjölskyldunnar sem leggur persónulegan metnað í framleiðslu og efnisval. Vörurnar eru framleiddar á vistvænan hátt úr endurunnum efnisvið.

Eirberg Heilsa að Stórhöfða 25
Eirberg Heilsa Stórhöfða 25 er velþekkt og viðurkennd verslun þar sem lögð er áhersla á góða þjónustu. Flestar þær vörur sem fást í Eirbergi Lífstíl Kringlunni fást einnig á Stórhöfða. Sjúkraþjálfarar, hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðismenntað starfsfólk býður viðskiptavinum faglega ráðgjöf. Hægt er að panta göngugreiningu sjúkraþjálfarar og fá góð ráð við val á stuðningshlífum, innleggjum og þrýstingssokkum.

Í versluninni er einnig gott úrval af vörum sem auðvelda daglegt líf, styðja fólk til sjálfsbjargar og auka öryggi þess. Nefna má snyrti- og eldhúsáhöld fyrir þá sem eru með skerta hreyfigetu, lyftihægindastóla, göngugrindur, sturtukolla, baðbretti, salernisstoðir- og upphækkanir. Eirberg byggir á traustum faglegum grunni og áratuga reynslu. Vörum Eirbergs er ætlað að auðvelda fólki bæði störf og daglegt líf, stuðla að vinnuvernd og hagræði. Markmiðið er að stuðla að auknum lífsgæðum fólks og efla heilsu þess.

Skrifstofur Eirbergs eru einnig að Stórhöfða. Eirberg er samstarfsaðili Sjúkratrygginga Íslands og fjölmargra heilbrigðisstofnana um land allt.

Almennur afgreiðslutími verslana
Eirberg Heilsa • Stórhöfða 25 er opin virka daga 9 -18 og laugardaga (lokað á sumrin) 11 -15 • Sími 569-3100

Eirberg Lífstíll • Kringlunni 1. hæð • Opið alla daga • Opið til kl. 18:30 flesta daga og lengur fimmtudaga og föstudaga • Sjá nánar á kringlan.is • Sími 569-3150