Tiger Ísland hf

  • Hagasmára 1, Kópavogur, Rvk og nágrenni 201, Iceland
  • tiger.is
Saga Tiger 
Tiger er stofnað af Lennart Lajboschitz og opnaði fyrsta verslunin í Kaupmannahöfn árið 1995. Í byrjun var allt selt á 200 eða 400 krónur og versluninni mjög vel tekið. Árið 2000 var búið að opna 40 búðir í öllum stærstu borgum Danmerkur. Fyrsta erlenda verslun Tiger var opnuð í Reykjavík á Íslandi árið 2001. Níu árum seinna voru komnar Tiger búðir í 10 löndum og hundruðasta búðin að opna. Árið 2013 afgreiddi Tiger yfir 39 milljón viðskiptavini í Evrópu og í Japan. Nú árið 2016 eru búðirnar orðnar fleiri en 600 í 28 löndum. Þegar Tiger var stofnað hét fyrirtækið Zebra. Því nafni var fljótlega breytt í Tiger sem er orðaleikur á dönsku. Tiger er borið fram á dönsku "tíer" sem þýðir bæði tígrisdýr og tíkall. Búðirnar í Noregi og Svíþjóð heita hinsvegar TGR, Flying Tiger í Hollandi og Flying Tiger Copenhagen í Japan. 

Tiger er dönsk hönnunarverslunarkeðja með skemmtilegum og síbreytilegum vörum, sem eru bæði hannaðar af Tiger eða fyrir Tiger. Verðinu er stillt í algjört lágmark og eru 75% af vörunum okkar undir 1.500 kr. Tiger hefur þróast frá því að vera ódýr búð í sérstaka búð, frá almennum vörum í sérhannaðar vörur, frá einu verði yfir í stærra verðbil og frá því að vera með allskyns vörur í sérhannaðar vörulínur. Vörurnar okkar hafa skandínavískan blæ og eru þekktar fyrir að vera litríkar, hagnýtar, frumlegar og skemmtilegar. ,