Hótel Laugarbakki

Hótel Laugarbakki er nýtt 3 stjörnu hótel staðsett miðja vegu milli Reykjavíkur og Akureyrar með útsýni yfir Miðfjarðará, eina frægustu laxveiðiá landsins
56 herbergi öll með baði eru á Hótel Laugarbakka.  Erum með 1×1, 1×2, 1×3, fjölskylduherbergi og junior svítur.  Hótelið er i einkaeigu, ekki á vegum hótelkeðju og opnaði nýtt nú í mai 2016.
Öll herbergi eru útbúin með sjónvarpi, hárþurrku, baðvörum, og sloppum.
Veitingastaðurinn Bakki er á hótelinu.  Veitingastaður með áherslur á mat úr héraði ásamt bar.
Frítt þráðlaust net í alrýmum hótelsins og í öllum herbergjum