KÚ mjókurbú ehf

  • Kársnesbraut 96a, Kópavogur, Rvk og nágrenni 200, Iceland
  • ku.is
KÚ-mjólkurbú er stofnað árið 2009, stofnendur og aðaleigendur eru Ólafur M. Magnússon og Tómas Kr. Sigurðsson. 
Fyrsta starfsárið var notað til undirbúnings að rekstrinum en tilraunaframleiðsla var hafin í maí 2010. Fyrstu vörur  KÚ Ljúflingur hvítmygluostur og Öðlingur blá– og hvítmygluostur komu á markað í nóvember 2010 ásamt skyri fyrir stóreldhúsamarkað.  Áfram er unnið í vöruþróun og á árinu 2012 bættust í hópinn Fiðringur blámygluostur. Vottun fyrir lífræna framleiðslu gerði Mjólkubúinu KÚ mögulegt að koma með Glaðning, lífrænan hvítmygluost á markað sumarið 2012. Vöruþróun er í öndvegi og eru áhugaverðar nýjungar á leiðinni á markað frá KÚ.
KÚ vinnur að áhugaverðum verkefnum á erlendum mörkuðum svo sem í Finnlandi, Danmörku og víðar og víðar.
Eigendur félagsins búa að mikilli reynslu í rekstri og þróun matvælafyrirtækja og hafa á að skipa lykilstarfsmönnum sem hafa góða þekkingu á sýnu sviði. Oddgeir Sigurjónsson ostameistari hefur verið fyrirtækinu til ráðgjafar í þessu verkefni frá upphafi. Reynsla og þekking Oddgeirs er ómetanleg þar sem hann hefur unnið við fagið í áratugi með farsælum árangri.