Matur og Drykkur

Matur og drykkur er veitingastaður sem sérhæfir sig í klassískri íslenskri matargerð með nútímalegu ívafi.

Við leggjum mikið uppúr því að leita uppi gamlar íslenskar uppskriftir í bókum og handritum sem við notum á nýstárlegan hátt. Allt á matseðlinum okkar er búið til á staðnum úr fyrsta flokks hráefni.