Viss ehf.

Viss býður tryggingar fyrir farsíma. Sjóvá er samstarfsaðili Viss og er vátryggjandi. Viss sér hins vegar um tjónauppgjör, viðgerðarþjónustu og innheimtu iðgjalda. Söluaðilar farsímatrygginga Viss eru Nova og Síminn.
Viss rekur eitt elsta verkstæði á sviði farsímaviðgerða á Íslandi. Við stofnun félagsins varð Símavaktin hluti af rekstri Viss. Viss er Autorized Apple Service Provider og er þannig þjónustuaðili iPhone síma. Félagið gerir einnig við flestar aðrar tegundir af farsímum. Hluti af starfsemi Viss er að veita íslenskum tryggingafélögum og viðskiptavinum þeirra þjónustu við úrlausn farsímatjóna. Það er gert hvort tveggja með viðgerðum eða útskiptum á símum.
Hjá Viss starfa 10 manns við tryggingaþjónustu og þjónustu, tjónamat og viðgerðir á farsímum. Starfsemin byggir á áratugalangri reynslu starfsmanna á þessu sviði.