Gámaþjónustan hf

Gámaþjónustan hf. var stofnuð árið 1983 af Benóný Ólafssyni og hóf fyrirtækið starfsemi árið 1984.
Fyrirtækið hefur frá upphafi verið leiðandi í alhliða umhverfisþjónustu og lagt áherslu á að uppfylla þarfir viðskiptavina. Fyrirtæki í þessari starfsgrein þurfa stöðugt að laga sig að aðstæðum og breyttum kröfum til að svara kalli tímans. Það hefur Gámaþjónustan gert með því að fylgjast með framvindu tækni á öllum sviðum starfsseminnar og nýtt hana til forystu í greininni.