RB

  • Höfðatorg, Reykjavík, Rvk og nágrenni 105, Iceland
  • rb.is

Framtíðarsýn RB er að auka gæði og hagkvæmni fjármálaþjónustu á Íslandi RB nær því með þróun framsækinna og öruggra lausna og þjónustu sem eru bæði vel samþættar og samnýttar af markaðnum.

RB hefur óbilandi trú á því að mannauður fyrirtækisins sé helsta auðlind þess. Við hlúum að starfsfólki okkar og bjóðum því upp á afbragðs starfsaðstöðu til að hæfileikar þess fái notið sín sem allra best.

Hjá RB starfa um 180 manns og þar af starfa um 170 í höfuðstöðvum okkar að Höfðatorgi, þangað sem við fluttum árið 2013. Við höfum komið okkur vel fyrir á nýja staðnum með gott mötuneyti sem býður upp á morgunverð, holl millimál og hádegisverð. Í boði er gott kaffi, poolborð, fótboltaspil, PS4 og hlaupahjól til þess að komast hratt og (yfirleitt) örugglega á milli staða innanhúss. Fyrir þá sem vilja hjóla eða hlaupa til vinnu er í boði sturtuaðstaða. Þegar starfsfólkið okkar tekur sér frí frá vinnunni hefur það aðgang að orlofshúsum, allt árið um kring.

RB eflir starfsfólk sitt með ýmsum hætti. Mikil áhersla er lögð á heilsueflingu og leggur RB sitt af mörkum með árlegum íþróttastyrkjum, samgöngustyrkjum, auk þess er aðgengi að nuddara á vinnustaðnum gegn vægu gjaldi. Í gegnum Vinnuvernd hefur starfsfólk greitt aðgengi að trúnaðarlækni án kostnaðar, símatímum hjá hjúkrunarfræðingi, bólusetningum og heilsufarsmælingum. Farsímastyrkir eru einnig veittir annað hvert ár.

Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) veitir styrki fyrir sjúkraþjálfun/nudd, krabbameinsskoðun (bæði fyrir karla og konur), hjartaskoðun, sálfræðimeðferð, göngugreiningu og hjálpartækjum, námskeið til að hjálpa reykingafólki að hætta reykingum, dvöl á heilsustofnun, þyngdarstjórnun, sjónglerjum/linsum, laseraðgerðum á augum, foreldranámskeiðum, tækni-/glasafrjóvgun, ættleiðingum og heyrnartækjum. Auk þess er innan RB rekið öflugt fræðslustarf.

Hjá RB þrífst vinnukúltur sem einkennist af gildunum okkar: fagmennsku, öryggi og ástríðu. Við mætum þörfum viðskiptavina okkar með því að beita vönduðum og faglegum vinnubrögðum í öllum okkar verkum. Við störfum eftir verklagsreglum í gæðahandbók og tryggjum með því aðþjónusta okkar sé bæði örugg og áreiðanleg. Við höfum ástríðu fyrir því sem við gerum og leyfum sköpunargleðinni ávallt að njóta sín. Ástríða er lykillinn aðárangri okkar.

RB
16/03/2018
Vaktavinna
Við leitum að starfsmanni sem er sjálfstæður, samviskusamur og fylginn sér.   Við leitum að starfsmanni sem er næmur fyrir smáatriðum en sér samt stóru myndina. Við leitum að starfsmanni sem er tilbúinn í vaktavinnu 24/7 og vinnur vel undir álagi þegar þess þarf.     HELSTU VERKEFNI: Rekstrarvakt RB sinnir vöktun og eftirliti með kerfum RB og annarra   fj ármálafyrirtækja, allan sólarhringinn, alla daga ársins .     HÆFNISKRÖFUR: Tölvunarfræðingur eða sambærilegt reynsla Reynsla af rekstri tölvukerfa er kostur Stuðningur og samskipti við aðra hópa innan sem utan fyrirtækis Þekking á netþjónum, netkerfum, gagnagrunnum Regluleg verkefni eins og prófanir á tvöfaldri uppsetningu kerfa, skýrslugerð, eftirlit með keyrslu vinnsla   Skipulagshæfni og samskiptahæfileikar Þekking/reynsla af eftirlitskerfum er kostur   Starfið bíður upp á frábært tækifæri til að kynnast rekstri á mjög   fj ölbreyttu tækniumhverfi og sýndarumhverfi . Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristjón Sverrisson, forstöðumaður Tæknireksturs, kristjon@rb.is, sími 569 8877.