Sólheimar

Á Sólheimum í Grímsnesi búa að jafnaði yfir eitthundrað manns og eru starfsmenn Sólheima um fimmtíu talsins. Hlutverk Sólheima er að skapa sjálfbært samfélag, byggt á kristnum gildum og hugmyndum mannspeki, sem veitir íbúum tækifæri til að vaxa, þroskast og vera virkur þátttakandi. Starfsemi Sólheima og aðstaða er sniðin að því að þjóna fólki með þroskahömlun sem býr yfir starfsgetu. Gildi Sólheima eru; kærleikur, fagmennska, sköpunargleði og virðing.