Lúllabúð

Lúllabúð er hugbúnaðardeild Netheims, sem sérhæfir sig í hönnun og uppsetningu á vefsíðum og snjallsíma „öppum”. Við leggjum ríka áherslu á notendavæna hönnun, og viljum taka mið af notandanum í öllu okkar vinnuferli, allt frá fyrsta fundi til lokaniðurstöðu. Því er það markmið okkar að sníða vörur að þörfum notenda, í stað þess að láta þá aðlagast að okkar vöru.
Við rekum vefkerfi í þágu fyrirtækja, stofnana og einstaklinga. Þau eru ýmist hýst hýst hjá okkur eða öðrum stað. Að því leyti felst sérhæfingin í WordPress forritun og hönnun fyrir vefsíður ásamt rekstri á einu af rótgrónustu hýsingarkerfum landsins undir merkinu XNET.IS.