Grunnskóli Snæfellsbæjar

Í Snæfellsbæ er sérstaklega fallegt umhverfi þar sem Snæfellsjökul ber hæst, enda státar sveitarfélagið af svo til allri flóru landsins þegar kemur að landslagi, fugla- og dýralífi. Hér býr gott fólk sem er alltaf tilbúið til að bjóða nýja Snæfellsbæinga velkomna.
Útivist og íþróttir er hægt að stunda hvenær sem er ársins, skíði og snjóbretti, gönguferðir, golf, hestamennsku, sund og margt fleira. Nýtt, glæsilegt íþróttahús er í Ólafsvík.
Öflugt tónlistarlíf er í sveitarfélaginu og félagastarfsemi með miklum blóma.