TSC

  • Grundargötu 50, Ísland, 101, Iceland
TSC var stofnað í desember 2001 og hefur starfað óslitið síðan. Upphafleg markmið félagsins voru að veita Snæfellingum og síðar fleirum bandbreiðar internettengingar með VDSL tækni sem þá var ný af nálinni. Félagið setti upp VDSL búnað í símstöðvunum í Ólafsvík, Grundarfirði og Stykkishólmi á fyrstu starfsárum sínum og voru það jafnframt fyrstu VDSL tengingar í heiminum sem settar höfðu verið upp á almennings símalínur. Áður hafði VDSL aðeins verið sett upp á innanhúslínukerfi háskóla sjúkrahúsa og annara stærri stofnanna. Fyrstu árin óx TSC hratt enda allir að fá sér nettengingu eða allt þar til Síminn fór að bjóða sjónvarp með sínu neti.
Nú eftir margra ára baráttu erum við að fá aftur inn okkar gömlu viðskiptavini sem og fleiri.