Norræna húsið

  • Sturlugata 5, Reykjavík, Rvk og nágrenni 101, Iceland
Norræna húsið í Reykjavík er norræn menningarstofnun með áherslu á bókmenntir, tungumál, arkitektúr, hönnun, börn og ungmenni og sjálfbæra þróun. Markmið hússins eru að koma norrænni menningu á framfæri og styrkja tengsl við hin Norðurlöndin.
Norræna húsið er leiðandi afl í íslensku menningarlífi og húsið er eitt af meistaraverkum Alvars Aalto.