Bústaðaleigan ehf

Kef Guesthouse er nýtt gistiheimili í ný uppgerðu húsi, Kef Gusethouse er staðsett í einungis 4 mínútna akstursfjarlægð frá keflavíkurflugvelli. Við bjóðum upp á ferðir til og frá flugvellinum fyrir gesti okkar að kostnaðarlausu. Boðið er upp á morgunverðarhlaðborð alla morgna frá klukkan 07:00 til 09:00 og einnig er hægt að kaupa létta drykki og veitingar í móttökunni sem er opinn allan sólarhringinn.
Boðið er upp á þrjár stærðir af herbergjum 2 ,3 og 4 manna. 4 manna herbergin eru með sér baðherbergi. 2 og 3 þriggja manna herbergin eru með handlaug inni í herbergjunum en deila salernisaðstöðu og sturtuaðstöðu. Gestir hafa aðgang að fríu inerneti á meðan dvöl þeirra stendur. Einnig er möguleiki á að leigja bílaleigubíl.
Í húsinu er að finna lítið safn um Reynir (sterka) Leósson. Stutt er í afþreygingu, Bláa lónið er í einungis 15 mínútna aksturfjarlægð einnig er stutt í hvalaskoðun og ýmiskonar söfn. Kef guesthouse býður einnig upp á reiðhjól til afnota fyrir gesti sína þannig að auðvelt er að skoða sig um á svæðinu.