SÁÁ

  • Efstaleiti 7, Reykjavík, Rvk og nágrenni 103, Iceland
  • saa.is
Tilgangur Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann er :
1. Að útrýma vanþekkingu og fordómum á áfengisvandamálinu og hafa áhrif á almennings- álitið með fræðslu um eðli sjúkdómsins alkóhólisma.
2. Að starfrækja afeitrunar- og endurhæfingarsjúkrahús fyrir alkóhólista og aðra vímuefnasjúklinga.
3. Að starfrækja sjúkrahúsþjónustu við göngudeild fyrir alkóhólista og aðra vímuefnasjúklinga.
4. Að starfrækja fræðslu og meðferð fyrir aðstandendur alkóhólista og annarra vímuefnasjúklinga.
5. Að vinna að fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerðum sem og endurhæfingu hinna sjúku.
6. Að styrkja til sérmenntunar starfsfólk til ofangreindrar starfsemi, svo og til annarra starfa málefninu viðkomandi.
7. Að skipuleggja sjálfboðaliðastörf og afla fjár til reksturs samtakanna.
8. Að afla og koma á framfæri til almennings upplýsingum um eðli og umfang þess vanda sem stafar af notkun áfengis og annarra vímuefna.
9. Að leita samvinnu við og styrkja þá starfsemi, sem berst raunhæft við áfengis- og vímuefnavandann.
10. Að tryggja áfengis- og vímuefnasjúkum læknishjálp og meðferð í heilbrigðis- og almannatryggingakerfinu án þess að sú sjúkdómsgreining leiði til skerðingar.
11. Að vinna að fræðslu og menntun fagstétta sem starfa á sviði heilbrigðsisvísinda að lækningu og umönnun og meðferð áfengis- og vímuefnasjúkra.
Kappkosta skal að því að á sjúkrahúsi SÁÁ Vogi starfi fagfólk úr ýmsum greinum heilbrigðisþjónustunnar.  Starfsfólkið skal veita sjúklingum og aðstandendum þeirra sem leita til sjúkrahússins vegna áfengis- og vímuefnasjúkdómssins heilbrigðisþjónustu í hæsta gæðaflokki.
Tryggja skal að á sjúkrahúsi SÁÁ Vogi verði rekið og stundað öflugt vísindastarf.  Rannsakendur á spítalanum skulu leitast við að stunda og eiga aðild að vísinda- og rannsóknarstarfi í samstarfi á innlendum og alþjóðlegum vettvangi.  Stefna skal að samstarfi við framhaldsskóla og háskóla um menntun á sviðum heilbrigðisvísinda. Á aðalfundi SÁÁ skal forstjóri gera grein fyrir þessu starfi sjúkrhússins og áætlunum um vísindarannsóknir.
Framangreindum tilgangi hyggst félagið ná með því að sameina leika sem lærða til baráttu, sem byggð er á þekkingu. SÁÁ sem slíkt er ekki bindindisfélag og vill forðast boð og bönn og hverskonar sleggjudóma.
SÁÁ-samtökin hafa menntað sína áfengis- og vímuefnaráðgjafa sjálf um margra ára skeið og í því skyni starfrækt Skóla SÁÁ fyrir heilbrigðisstarfsfólk.