TNT Hraðflutningar

  • Stórhöfða 32, Reykjavík, Rvk og nágrenni 110, Iceland
  • www.tnt.is
TNT Hraðflutningar tengjast hinu alþjóðlega flutningafyrirtæki TNT Global Express, www.tnt.com. Flutninganet TNT nær til yfir 200 landa og hjá fyrirtækinu starfa yfir 75 þúsund starfsmenn. TNT á og rekur fjölda flugvéla og bifreiða um allan heim. 
Aðaldreifingarmiðstöð TNT er staðsett í Liege í Belgíu og er hún ein sú fullkomnasta sinnar tegundar í Evrópu. Þar er hægt að meðhöndla allt að 30.000 sendingar á klukkustund allan sólarhringinn og eru starfsmenn um 700 talsins.
Flutninganet TNT Hraðflutninga tengist öllum afgreiðslustöðum Póstsins hér á landi og tryggir þannig að vörusendingar komist til og frá landinu og skili sér hratt og örugglega.
TNT Hraðflutningar bjóða ýmsa hliðarþjónustu, t.d. aðstoð við gerð og vinnslu á fylgiskjölum sendinga.
Öll uppbygging og þróun þjónustunnar miðast við að ná sem mestum hraða og öryggi í flutningi og meðferð sendinga. Áralöng reynsla í flutningastarfsemi, þéttriðið þjónustunet og nútímalegur flutningsmáti, tryggir viðskiptavinum bæði hraða og öryggi.