MUNDO

MUNDO veitir fyrirtækjum, stofnunum, félagasamtökum og einstaklingum ráðgjöf á sviði alþjóðamála. Meðal þess sem fyrirtækið gerir er að vakta tækifæri, koma á tengslum við erlenda aðila, aðstoða við gerð og eftirfylgni styrkumsókna og veita ráðgjöf við stefnumótun og endurskipulagningu alþjóðastarfs. Áratugareynsla sú sem MUNDO byggir á skilar viðskiptavinum þess hagkvæmari, öruggari og markvissari alþjóðasamskiptum.

MUNDO býður jafnframt upp á innihaldsríkar ferðir þar sem saman fara menntun, skemmtun, menning og þjálfun. Dæmi um ferðir MUNDO eru sumarbúðir fyrir ungmenni á aldrinum 14-18 ára og haustbúðir fyrir fullorðna í Extremadura. Þá mun MUNDO bjóða upp á vetrarbúðir fyrir vel fullorðna á Kanaríeyjum í vetur og hjólaferð um Pílagrímastíginn til Compostela vorið 2014. Síðast en ekki síst tekur MUNDO að sér að fara með stjórnendur fyrirtækja í gönguferðir erlendis þar sem saman fara þjálfun og göngur.