Z-Brautir og gluggatjöld ehf

  • Faxafen 14, Reykjavík, Rvk og nágrenni 108, Iceland
Verslunin Z brautir og gluggatjöld, hefur áunnið sér virðingu og gott orðspor fyrir einstaka  þjónustu á sínu sviði.
Auk þjónustu við einstaklinga leggjum við áherslu á heildarlausnir fyrir heimili fyrirtæki og stofnanir. Dæmigert ferli slíkrar þjónustu felst t.d.í því að viðskiptavinurinn hringir og pantar mælingu eða “máltöku” eins og það er kallað.  Að öðrum kosti getur viðskiptavinur komið í verslunina og fengið ráðleggingar og svör við spurningum.
Þegar litir efni og mynstur hafa verið valin er boðið upp á að þjónustuaðilar frá versluninni komi á staðinn.  Í slíkum tilfellum er mælt fyrir gluggatjöldum, auk þess sem fagleg ráð eru gefin. Gluggatjöld eru síðan útbúin á nokkrum dögum og þau hengd upp hjá viðskiptavininum.