Móðir Náttúra

Móðir Náttúra var stofnuð 1. Desember 2003, af hjónunum Valentínu Björnsdóttur og Karli Eiríksyni.. þau höfðu lengi alið með sér þann draum að reka eigið fyrirtæki sem byði fólki uppá tilbúinn hollann og ljúffengan mat.

Með einvala liði sem vann störf sín af miklum dugnaði og trúmennsku komst fyrirtækið á legg og myndaðist strax góður starfsandi sem einkenndist af mikilli gleði og hamingju yfir litla kraftaverkinu.

Reynsla okkar sýnir að fólk vill eiga greiðan aðgang að hollu fæði. Óhætt er að segja að með tilkomu Móður Náttúru hafi verið brotið blað í framboði á tilbúnum hollum matvælum á íslandi.

Æ fleiri eru orðnir meðvitaðir um samhengið á milli heilsusamlegs lifernis og góðrar heilsu. Miðað við aukninuna í framleiðslunni eru það sífellt fleiri sem eru komnir á bragðið.

Markmið okkar er að vera leiðandi í framleiðslu á hágæða heilsufæðis og að matur úr jurtaríkinu verði jafn sjálfsagður á borðum landsmanna og annar hefðbundin matur.

Við trúum því að með hollu mataræði geti fólk aukið lífsgæði sín því hvað er dýrmætara en góð heilsa.

Við leitum fanga í alþjóðaeldhúsinu þar sem heilsusamlegt hráefni eins og baunir grænmeti og korn er mikið notað.

Ferskar kryddjurtir og framandi krydd sjá svo um að töfra fram rétta bragðið.

Ofan á allt þetta leggjum við svo ómælda ást og umhyggju fyrir allri framleiðslunni. Það gildir jafnt um að afhýða grænmeti, hræra í pottum, steikja buff, pakka eða keyra út.

Okkur þykir nefnilega vænt um fyrirtækið okkar og það sem við stöndum fyrir. Að vera númer eitt hjá þeim sem kjósa að hugsa vel um heilsuna og njóta lífsins í leiðinni.

Það sem hvetur okkur áfram hjá Móður Náttúru er er sú trú að matur eigi ekki einungis að vara hollur hann þarf líka að vera bragðgóður.