Um fyrirtækið

Nánar um fyrirtækið

Nordiske Ministerrådet
Kaupmannahöfn, Danmörk


Lýsing fyrirtækis:

Norræna ráðherranefndin er samstarfsvettvangur norrænu ríkisstjórnanna. Forsætisráðherrarnir bera endanlega ábyrgð á samstarfi norrænu ríkisstjórnanna. Þeir hafa þó falið samstarfsráðherrum Norðurlanda og Norrænu samstarfsnefndinni að sjá um daglega samhæfingu opinbers samstarfs landanna.
Norræna ráðherranefndin var stofnuð árið 1971 og þrátt fyrir að nafnið gefi annað til kynna fer samstarfið fram í mörgum ráðherranefndum. Flestir fagráðherrar Norðurlanda hitta norræn starfssystkini sín á vettvangi ráðherranefndarinnar tvisvar á ári. Nú eru 10 ráðherranefndir að störfum auk ráðherranefndar samstarfsráðherranna. Ákvarðanir í norrænu ráðherranefndunum verða að vera einróma.
Löndin skiptast á að fara með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni eitt ár í senn. Það land sem fer með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni gerir áætlun sem verður vegvísir fyrir norræna samstarfið allt árið.
Norrænu embættismannanefndirnar sjá um að undirbúa og fylgja eftir erindum sem koma til meðferðar í ráðherranefndum. Í embættismannanefndunum sitja embættismenn sem starfa í löndunum fimm.


Störf hjá Nordiske Ministerrådet
..::: Vista starfs tilkynningu :::...
Röðun
Fjöldi starfa á síðu
Nordiska rådet är tillsammans med Nordiska ministerrådet kärnan i det officiella nordiska samarbetet. Nordiska rådets sekretariats uppgift är att koordinera och administrera det nordiska parlamentariska samarbetet samt att betjäna rådets organ och medlemmar. Sekretariatet ligger mitt i Köpenhamn, är samlokaliserat med Nordiska ministerrådets sekretariat...