Landvélar ehf.

Landvélar ehf. er stofnað 25. september 1965 sem þjónustufyrirtæki fyrir landbúnað en í áranna rás hefur þungamiðjan færst yfir í þjónustu við íslenskan iðnað og athafnalíf í sinni víðustu mynd. Meðal viðskiptavina okkar eru flest framleiðslu- og iðnfyrirtæki landsins, útgerð og vinnsla, stórar og smáar vélsmiðjur, öll stóriðjan, orkufyrirtækin og fjölmargir verktakar og nýsköpunarfyrirtæki. Sem fyrr bjóðum við upp á fjölbreytta þjónustu við bændur og ýmis smærri fyrirtæki og einyrkja.

Við störfum á krefjandi markaði þarsem góð þjónusta samhliða góðri þekkingu starfsmanna er sú kjölfesta sem byggjum á og hefur skapað Landvélum verðugan sess sem traust þjónustufyrirtæki fyrir íslenskan iðnað og útgerð. Vöruúrvalið er víðfermt en kjarnastarfsemin er annars vegar þjónusta og ráðgjöf með há – og lágþrýstan drif- og stjórnbúnað þar sem flæði á vökva eða lofti er hreyfiaflið og hins vegar sala og ráðgjöf með verkfæri, rafsuðuvélar og annar búnaður fyrir fagaðila, vélsmiðjur og verkstæði.