Háskólinn í Reykjavík

 • Ofanleiti 2 og Höfðabakka 9, Reykjavík, Rvk og nágrenni 103, Iceland
 • www.ru.is

Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði fyrir einstaklinga og samfélag með siðgæði, sjálfbærni og ábyrgð að leiðarljósi.
Stefna Háskólans í Reykjavík er að vera öflugur kennslu- og rannsóknaháskóli með áherslu á tækni, viðskipti og lög.
Kjarnastarfsemi Háskólans í Reykjavík er kennsla og rannsóknir í sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag, þar sem áhersla er lögð á þverfagleika, alþjóðleg viðmið, nýsköpun og faglega þjónustu. Starfsemin mótast af persónulegum tengslum og virðingu fyrir samfélagi og umhverfi.
Mannauðsstefna HR
1.  LIÐSHEILD
Við leggjum áherslu á

 • starfsgleði og góðan starfsanda,
 • sameiginlega hagsmuni HR sem heildar,
 • þátttöku starfsmanna í uppbyggingu og mótun HR,
 • starfsumhverfi sem einkennist af fagmennsku, heiðarleika og virðingu,
 • að skapa alþjóðlegan vinnustað sem fagnar fjölbreytileika og einkennist af virðingu fyrir einstaklingum og störfum þeirra, 
 • að skapa jöfn tækifæri til stöðuveitinga og launa og að einstaklingum sé ekki mismunað á grundvelli kynferðis, aldurs, trúar, þjóðernis, kynþáttar, fötlunar, kynhneigðar, stjórnmálaskoðanar eða annarra ómálefnalegra þátta með vísan til siðareglna og jafnréttisáætlunar,
 • að einelti og kynferðisleg áreitni sé ekki liðin,
 • að starfsfólk hlakki til að koma í vinnuna.

 
2. ÁSKORUN OG VÖXTUR
Við leggjum áherslu á að

 • bjóða áhugaverð og krefjandi störf,
 • starfsfólk nýti hæfileika sína,  þroskist og eflist í starfi sínu og geti þannig tekist á við nýjar áskoranir og aukna ábyrgð,
 • frammistaða og hæfni séu höfð að leiðarljósi við stöðuhækkanir og aðra starfsþróun,
 • framgangur í akademískar stöður sé veittur samkvæmt faglegu mati og hvetji til rannsóknarvirkni, árangursríkrar kennslu, samstarfs við atvinnulíf og samfélag og framlags til innra starfs,
 • veita gott aðgengi að þjálfun, handleiðslu eða námskeiðum sem auka hæfni og afköst í starfi,
 • tryggja þjálfun í framsæknum og fjölbreyttum kennsluaðferðum,
 • stuðla að alþjóðlegum tengslum og starfsmannaskiptum.

 
3. HVATNING OG ENDURGJÖF
Við leggjum áherslu á

 • skýr og raunhæf viðmið fyrir frammistöðu í öllum störfum meðal annars með skýrum starfslýsingum,
 • að frammistaða sé metin markvisst og reglulega meðal annars í árlegum starfsmannasamtölum,
 • að gefa heiðarlega endurgjöf með því að hrósa fyrir vel unnin verk og gefa leiðbeinandi ábendingar um það sem betur má fara.

 
4. STJÓRNUN
Við leggjum áherslu á

 • að ábyrgð og verkferlar séu skýrir,
 • gagnsæi og hreinskiptni,
 • virka og aðgengilega upplýsingagjöf,
 • gott aðgengi að stjórnendum.

 
5. JAFNVÆGI OG VELLÍÐAN
Við leggjum áherslu á

 • vellíðan í starfi,
 • að starfsmenn upplifi jafnvægi og geti samræmt starfsskyldur og fjölskylduábyrgð,
 • stuðning við heilbrigða og holla lífshætti,
 • möguleika á sveigjanlegum vinnutíma,
 • að vinnuaðstaða og tækjakostur sé í takt við þau verkefni og viðfangsefni sem starfið krefst,
 • að gera fjölskyldumeðlimum kleift að kynnast vinnustaðnum og taka þátt í félagsstarfi.

 
6. LAUN OG KJÖR
Við leggjum áherslu á að

 • bjóða sanngjörn og samkeppnishæf starfskjör,
 • laun taki mið af þróun á vinnumarkaði,
 • laun og önnur starfskjör taki mið af ábyrgð og frammistöðu,
 • starfsmenn njóti stuðnings til að stunda nám við HR.

 
7. STARFSMANNAVAL
Við leggjum áherslu á að

 • ráða starfsfólk með framúrskarandi hæfni, menntun, reynslu og metnað fyrir hönd HR,
 • starfsmannahópurinn sem heild sé fjölbreyttur,
 • gæta fagmennsku við ráðningar nýrra starfsmanna,
 • ráða starfsfólk í takt við stefnu og þarfir HR bæði til skemmri og lengri tíma,
 • standa vel að nýliðafræðslu, þjálfun og aðlögun nýrra starfsmanna.