Össur hf

Össur var stofnað á Íslandi árið 1971 og er nú orðið alþjóðlegt heilbrigðistæknifyrirtæki sem hannar og framleiðir stoðtæki, spelkur og stuðningsvörur með það að markmiði að bæta hreyfanleika fólks. Við erum leiðandi afl á heimsvísu; hjá okkur starfa um 2300 starfsmenn í 18 löndum. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Íslandi en starfsstöðvar víða um heim sinna vaxandi markaði.
Össur er með starfsstöðvar í Bandaríkjunum, Kanada, Hollandi, Bretlandi, Frakklandi, Svíþjóð, Suður-Afríku, Brasilíu, Ástralíu, Suður-Kóreu og Kína og að auki með umfangsmikið net dreifingaraðila í öðrum löndum.