Glæný og fersk störf í hverri viku!

Núna eru  285 störf í boði fyrir þig

Ný störf

The Body Shop
20/03/2018
Fullt starf
The Body Shop í Smáralind auglýsir eftir förðunarfræðingi í 100% afgreiðslustarf. Viðkomandi þyrfti að vera tuttugu ára eða eldri, geta byrjað sem fyrst og hafa reynslu af afgreiðslustarfi. Aðrir ættu ekki að sækja um starfið. Nánari upplýsingar veitir Kristín Ósk í síma 564 6552. 
Icelandair Hafnarfjörður, Ísland
20/03/2018
Fullt starf
Við leitum að öflugum kerfisfræðingi sem mun sjá um utanumhald og rekstur viðhaldsstýringarkerfisins (núna Maintenix) og annarra kerfa sem eru í notkun á sviðinu. Viðfengsefnin eru margvísleg, allt frá daglegri þjónustu á kerfin, uppfærslum á kerfum, endurbótum, kennslu og gerð kennsluefnis varðandi kerfin.   Starfssvið: Samvinna við forritarateymi Námskeið og þjálfun fyrir starfsfólk Tæknisviðs í helstu tölvukerfum sem notuð eru. Gerð kennsluefnis og uppfærslur á því.   Hæfniskröfur:  Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi Góð almenn tölvufærni og áhugi á upplýsingatækni Góðir skipulagshæfileikar Vönduð og sjálfstæð vinnubrögð Færni í almennum samskiptum og samvinnu Þekking á helstu tölvukerfum Tækniþjónustu Icelandair er kostur   Nánari upplýsingar veita: Erla Dögg Haraldsdóttir, deildarstjóri,  erlaha@its.is Sveina Berglind Jónsdóttir, mannauðsstjóri,  sveinaj@icelandair.is   Umsóknir óskast fylltar út  fyrir 18. mars nk.
Medor
20/03/2018
Fullt starf
VIÐSKIPTASTJÓRI Á HEILBRIGÐISMARKAÐI   Viltu vera í hópi metnaðarfullra starfsmanna hjá vaxandi fyrirtæki áheilbrigðismarkaði? MEDOR ehf. leitar að starfsmanni í fjölbreytt og krefjandi starf v iðskiptastjóra hjúkrunarvara og lækningatækja. Starfssvið: Kynning, sala, þjónusta og   markaðssetning á hjúkrunarvörum   og lækningatækjum til   heilbrigðisstofnana Kennsla og innleiðing auk eftirfylgni Samskipti við erlenda birgja Vörustjórnun Útboðs- og tilboðsgerð   Hæfniskröfur: Háskólamenntun innan heilbrigðisvísinda t.d.   hjúkrunarfræði Þekking á sviði sára-, stóma- , gjörgæslu- og/eða   skurðhjúkrunar kostur Reynsla af sambærilegum störfum kostur F rumkvæði, drifkraftur, jákvætt viðmót og góðir   samskiptahæfileikar Færni í tjáningu í ræðu og riti Góð tölvu- og enskukunnátta Tungumálakunnátta í einu af norðurlandamálum kostur Skipulagshæfileikar og metnaður til að ná árangri í starfi Færni í að takast á við nýjar áskoranir Nánari upplýsingar um starfið veita Ólafía Ása Jóhannesdóttir, deildarstjóri (asa@medor.is) s. 665 7001   og Pétur Veigar Pétursson, starfsmannastjóri (petur@veritas.is) s. 897 1626.   Umsókninni skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem fram kemur hvers vegna viðkomandi sækir um starfið.   Umsóknarfrestur er til 18. mars n.k.   Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum verður svarað.
Já Iðnaðarmenn
20/03/2018
Fullt starf
Verkstjóri óskast til starfa við stjórnun framkvæmda. Reynsla og iðnmenntun æskileg. Upplýsingar í sími 7773600 og johann@2b.is
Já Iðnaðarmenn
20/03/2018
Fullt starf
Óskum eftir smiðum til starfa. Iðnmenntun æskileg. Haldgóð reynsla kemur til greina Upplýsingar í sími 7773600 og johann@2b.is  
Pieta samtökin Baldursgata, Reykjavík, Ísland
20/03/2018
Fullt starf
Píeta eru forvarnarsamtök um sjálfsvíg og sjálfsskaða. Samtökin eru til húsa að Baldursgötu 7 í Reykjavík. Píeta Ísland mun bjóða upp á aðgengilega þjónustu einstaklingum að kostnaðarlausu. Fagaðilar munu sjá um viðtölin og lögð er áhersla á umhyggju fyrir einstaklingnum og jafningja grunnur hafður að leiðarljósi. Við viljum ráða til starfa metnaðarfulla sálfræðinga og félagsráðgjafa. Störfin felast fyrst og fremst í meðferð við sjálfsvígshættu, sjálfsskaða og undirliggjandi áhættuþáttum. Leitað er eftir einstaklingum með reynslu af meðferðarstörfum sem hafa áhuga á fjölbreyttu starfi í krefjandi þverfaglegu umhverfi. Starfið bíður upp á möguleika á að taka þátt í að móta starfsemina á Íslandi. Helstu verkefni og ábyrgð • Áhættumat í ljósi sjálfsvígshættu og/eða sjálfskaða. • Viðtalsmeðferð einstaklinga í sjálfsvígshættu og sjálfsskaða. • Einstaklings- og hópmeðferðarvinna. • Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu og mótun starfsins. Hæfnikröfur • Haldgóð þekking og reynsla af meðferðarvinnu í tengslum við sjálfsvígshættu eða sjálfskaða. • Þjálfun í DBT (dialectical behavior therapy) meðferð er æskileg. • Hæfni til að vinna sjálfstætt og sýna frumkvæði. • Hæfni til að vinna með öðrum. • Reynsla af þátttöku í þverfaglegri teymisvinnu heilbrigðisstétta æskileg. • Íslenskt starfsleyfi. Frekari upplýsingar um starfið Um hlutastörf er að ræða. Laun samkvæmt samkomulagi Öllum umsóknum verður svarað. Píeta samtökin áskilja sér rétt til að hafna öllum umsóknum ef hæfi umsækjanda er talið ábótavant. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Nánari upplýsingar á www.pieta.is eða hjá forstöðumanni Píeta, Eddu Arndal í síma 8539090 Umsóknir skulu sendar á forstöðumann Píeta á Íslandi, edda@pieta.is Umsóknarfrestur er til og með 30. mars 2018
Hagvangur
20/03/2018
Fullt starf
Starfið er í umhverfisdeild Þróunarsviðs og felur í sér þátttöku í þróunar og viðhaldsverkefnum Landsvirkjunar með það að markmiði að draga úr áhrifum á umhverfi. Viðkomandi verður leiðandi í mati á umhverfisáhrifum og mun aðstoða við skipulags- og leyfismál. Í starfinu felst einnig að fylgja eftir þeim kröfum sem gerðar eru í umhverfismálum við útboðsgagnagerð og samninga, að skipuleggja umhverfisstjórnun verkefna og vinna að mótvægisaðgerðum. Hæfniskröfur: Framhaldsnám á háskólastigi í náttúruvísindum, umhverfisfræði, bygginga- og umhverfisverkfræði eða skipulagsfræði. Reynsla af vinnu við mat á umhverfisáhrifum og þátttaka í hönnun mannvirkja. Reynsla af leyfisferlum, skipulagsmálum, gerð útboðsgagna og samninga. Reynsla í verkefnastjórnun og samskiptum við hagsmunaaðila. Þekking á umhverfisáhrifum orkuvinnslu og framkvæmda. Mikill áhugi á umhverfismálum. Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og metnaður. Sveigjanleiki og lipurð í mannlegum samskiptum.  Upplýsingar veitir Inga Steinunn Arnardóttir, inga@hagvangur.is Landsvirkjun hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um starfið. Landsvirkjun ber gullmerkið í Jafnlaunaúttekt PwC, sem staðfestir að fyrirtækið greiðir körlum og konum jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
Landspítali Ísland
20/03/2018
Fullt starf
Laust er til umsóknar starf barnalæknis, sérfræðings í taugalækningum barna, við Barnaspítala Hringsins. Starfshlutfall er 100% og er starfið laust frá 1. september 2018 eða eftir samkomulagi. Helstu verkefni og ábyrgð » Sérfræðistörf í samráði við viðkomandi yfirlækni » Þátttaka í almennu starfi barnalækna á Barnaspítala Hringsins, þ.m.t. staðar- og gæsluvöktum samkvæmt vaktafyrirkomulagi » Virk þátttaka í þverfaglegu teymi » Skipulag og þróun umbótaverkefna og verkferla » Þátttaka í kennslu og vísindavinnu sem og önnur sérverkefni, umsjónarstörf eða eftirlitsverkefni í samráði við yfirlækni » Sérfræðistörf í samráði við viðkomandi yfirlækni » Þátttaka í almennu starfi barnalækna á Barnaspítala Hringsins, þ.m.t. staðar- og gæsluvöktum samkvæmt vaktafyrirkomulagi » Virk þátttaka í þverfaglegu teymi » Skipulag og þróun umbótaverkefna og verkferla » Þátttaka í kennslu og vísindavinnu sem og önnur sérverkefni, umsjónarstörf eða eftirlitsverkefni í samráði við yfirlækni Hæfnikröfur » Íslenskt sérfræðileyfi í taugalækningum barna » Jákvætt viðmót og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum » Stjórnunar- og leiðtogafæri tengt m.a. umbótaverkefnum og þróun/innleiðingu verkferla » Frumkvæði og metnaður til að ná árangri » Vilji og hæfni til að starfa í þverfaglegu teymi » Reynsla af kennslu og vísindastörfum og sýn til framtíðar á þeim sviðum » Íslenskt sérfræðileyfi í taugalækningum barna » Jákvætt viðmót og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum » Stjórnunar- og leiðtogafæri tengt m.a. umbótaverkefnum og þróun/innleiðingu verkferla » Frumkvæði og metnaður til að ná árangri » Vilji og hæfni til að starfa í þverfaglegu teymi » Reynsla af kennslu og vísindastörfum og sýn til framtíðar á þeim sviðum Frekari upplýsingar um starfið Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Fullt starf sérfræðilæknis er bundið við sjúkrahúsið eingöngu sbr. grein 3.2.4 í kjarasamningi lækna og ríkisins 2015. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum. Umsókn skulu fylgja vottfestar upplýsingar um nám, fyrri störf og reynslu af kennslu-, vísinda- og stjórnunarstörfum, ásamt afriti af helstu ritsmíðum sem umsækjandi hefur ritað eða átt þátt í. Mat stöðunefndar læknaráðs Landspítala byggist á innsendum umsóknargögnum. Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum. Mikilvægar leiðbeiningar til umsækjenda www.landspitali.is/leidbeiningar/serfraedilæknir Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur. ATH. Fylla þarf út lágmarksupplýsingar í almenna umsókn og setja viðhengi, en ýtarlegri upplýsingar í umsókn fyrir læknisstöðu, sjá slóð hér fyrir neðan. Umsókn um læknisstöðu - umsóknareyðublað Embættis landlæknis Starfshlutfall 100% Umsóknarfrestur 16.04.2018 Nánari upplýsingar Ragnar Grímur Bjarnason, ragnarb@landspitali.is, 825 5067 LSH Barnalækningar Hringbraut 101 Reykjavík

Mannauðstjórinn einfaldar þína vinnu!

 

Öll fyrirtæki fá sinn eigin mannauðsstjóra sem fylgist með birtingum auglýsinga, skoðunum, umsóknum og annarri tölfræði.

Úrvinnsla umsókna er þægileg og auðveld hjá mannauðsstjóranum og með aðeins nokkrum smellum hjálpar hann þér að flokka umsækjendur svo að þú haldir yfirsýn í umsóknarferlinu!Skrá auglýsingu