Guðmundur Jónasson ehf
Kópavogur, Rvk og nágrenni, Ísland

Um fyrirtækið

Sumarstarf í bókhaldi

col-narrow-left   
col-narrow-right   
col-wide   

Starf:

Fjármál og reikningshald: Bókhald

Starfslýsing:


GJ TRAVEL óskar eftir starfskrafti í sumarstarf í bókhaldi

Í fjárreiðudeild starfa fjórir starfsmenn í fullu starfi og er deildin ein af stoðdeildum fyrirtækisins. Við leitum af ferskum og drífandi starfskrafti til þess að slást í hópinn í sumar og takast á við skemmtileg verkefni í lifandi starfsumhverfi.

Helstu verkefni:
 • Bókun í fjárhag
 • Yfirferð reikninga og senda út athugasemdir til birgja
 • Prenta út reikninga og innheimta
 • Bóka innborganir
 • Afstemmingar
 • Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur:
 • Menntun og reynsla af bókhaldsstörfum æskileg
 • Þekking á bókhaldskerfum
 • Kunnátta á Excel, Word og Outlook skilyrði
 • Viðkomandi þarf að vera talnaglöggur og nákvæmur
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
Með umsóknum þarf að fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið. Fyllsta trúnaðar verður gætt og öllum umsóknum verður svarað.

Um er að ræða starf í fjölbreyttu og skemmtilegu fyrirtæki með samhentum hóp starfsmanna sem býr yfir breiðri þekkingu og mikilli reynslu af ferðaþjónustu. Við leggjum metnað okkar í að bjóða upp á fjölskylduvænt starfsumhverfi, góða starfsaðstöðu og frábæran starfsanda.

Starfstímabilið er frá maí til ágúst/september 2017. Umsóknarfrestur er til 1. mars 2017.

Nánari upplýsingar um starfið er að finna á umsóknarsíðu GJ TRAVEL
https://gjtravel.rada.is/is/